Reglur deildarinnar

 

Reglur Meistaradeildar Líflands og æskunnar

2019 – 2020

1.         Meistaradeild Líflands og æskunnar (MLÆ)


1.1      Meistaradeild æskunnar er einstaklings- og liðakeppni. 
1.2      Keppendur eru 40 talsins. 

1.3      Lámarksaldur keppenda í Meistaradeild æskunnar er 13 ára á keppnisárinu og hámarksaldur er 18 ára á keppnisárinu.

1.4      Liðin eru 10 með 4 knöpum hvert, allir knapar skulu keppa í hverri grein, en aðeins einkunnir þriggja efstu knapa telja til stiga. Í flugskeiði og T2 keppir a.m.k. einn knapi úr hverju liði í hvorri grein. Aðrir knapar velja í hvorri keppnisgreininni þeir keppa. Allir liðsmenn keppa því annaðhvort í flugskeiði eða T2. Kjósi 3 knapar í liði að keppa í annarri keppnisgreininni, gildir þó aðeins árangur tveggja efstu knapa liðsins til stiga í þeirri keppnisgrein við útreikning á heildarstigasöfnun liðsins. 

1.5      Keppnisgreinar eru V1, F1, T1, T2, gæðingafimi og fljúgandi skeið í gegnum höllina. 

1.6      Fimm efstu knapar eftir forkeppni keppa til úrslita í A-úrslitum og knapar í 6.-10. sæti keppa í B-úrslitum. Efsti knapi í B-úrslitum fær ekki keppnisrétt í A-úrslitum eins og venja er. Með þessu fyrirkomulagi gefst fleirum kostur á að ríða úrslit og geta þessi B-úrslit haft heilmikið að segja með stigasöfnun einstaklinga og liða.

1.7      Lokatími skráningar fyrir hverja keppni er á miðnætti fimmtudags í keppnisvikunni. Skráning fer fram í Sportfeng. 


2.         Stig -  árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum. 

 

2.1      Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig. 

1. sæti gefur 12 stig, 

2. sæti 10 stig, 

3. sæti 8 stig, 

4. sæti 7 stig, 

5. sæti 6 stig, 

6. sæti 5 stig, 

7. sæti 4 stig, 

8. sæti 3 stig, 

9. sæti 2 stig  

10. sæti 1 stig. 

 

Komi til að fleiri en 10 knapar keppi til úrslita, hljóta önnur sæti í úrslitum eitt stig. 

 

2.2      Knapi sem safnar flestum stigum á keppnistímabili er sigurvegari deildarinnar.

2.3      Í liðakeppninni eru stigin frá 1 til 30 og skilar sigurvegari keppnisgreinar 30

stigum til síns liðs.  Sá sem er númer tvö í keppnisgrein skilar 29 stigum til síns liðs o.s.frv. 

2.4      Lið sem safnar flestum stigum yfir keppnistímabilið vinnur Meistaradeild æskunnar. 

2.5      Ef tveir eða fleiri knapar lenda í sama sætinu, þ.e. öðru en fyrsta sæti, eru stigin lögð saman og deilt í með fjölda knapa. Sá sem lendir í fyrsta sæti eftir sætaröðum dómara fær þau stig.

 

3.         Úrskurður um fyrsta sæti í keppnisgrein og samanlögðum árangri. 

 

3.1      Í keppnisgreinum þar sem niðurstaða byggist á spjaldadómum skal skorið úr um fyrsta sæti með sætaröðun dómara. 

3.2      Í skeiðkappreiðum eru tveir sprettir og vinnur sá hestur sem hefur besta tímann.  Séu tveir eða fleiri hestar með sama tíma,  skal ákvarða sætaröðun út frá öðrum besta tíma viðeigandi hests og svo koll af kolli.  Ef efstu hestar eru allir með jafna tíma, skulu þeir hlaupa aukasprett til að skera úr um sætaröðum. 

3.3      Ef tveir knapar eru jafnir í samanlagðri stigasöfnun eftir lokamót Meistaradeildar æskunnar vinnur sá sem hefur unnið fleiri greinar. Ef knaparnir hafa jafn mörg gull ráða þá silfrin og ef þau eru jafn mörg þá bronsin o.sfrv. 

3.4      Ef tvö lið eru efst og jöfn í samanlögðum stigum eftir lokamót Meistaradeildar æskunnar vinnur það lið sem fleiri greinar vann í mótaröðinni, ef þau standa þá enn jöfn vinnur það lið sem oftar var í öðru sæti keppnisgreinanna o.sfrv. Sama regla á við um ákvörðun á sigurliði eftir einstaka keppnisgrein.

 

4.        Keppendur / knapar

4.1      Knapar sem taka þátt í Meistaradeild æskunnar skulu vera fullgildir meðlimir í 

hestamannafélagi sem er í Landsambandi hestamannafélaga. Þar sem Landsamband hestamannafélaga er fullgildur aðili að Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ), gilda lög og reglur ÍSÍ er varða íþróttamenn um knapa Meistaradeildar æskunnar í hestaíþróttum.  

4.2      Ef knapi hættir sjálfviljugur þátttöku, skal ekki heimilt að tilnefna varaknapa í hans stað. Ef tveir eða fleiri knapar hætta sjálfviljugur þátttöku, fellur liðið sjálfkrafa úr MÆ.  

            Ef knapi er veikur, keppa færri fyrir liðið í viðkomandi keppnisgrein í það skipti. Forfallist knapi vegna veikinda eða geti af öðrum lögmætum ástæðum sem stjórn metur gildar ekki lengur tekið þátt í MÆ, skal stjórn heimilt að framkominni beiðni þar um að heimila að tilnefndur verði varaknapi í hans stað, enda séu fleiri en ein keppnisgrein eftir af viðkomandi keppnistímabili.

  

5.         Reiðmennska 

 

5.1      Dómarar geta gefið knöpum gul eða rauð spjöld eftir atvikum ef þeim finnst að knapar séu of grófir í sinni reiðmennsku. Stuðst er við viðmiðunarreglur FIPO. Jafnvel þótt fleiri en einn dómari gefi gult spjald fyrir ákveðið tilvik telst það eitt gult spjald í MÆ. 

Fyrir hvert gult spjald, umfram eitt á keppnistímabili, verða 2 stig dregin af knapa í heildarstigasöfnun einstaklingskeppninnar.

5.2      Ef knapi fær rautt spjald er honum vikið úr viðkomandi keppnisgrein og fær að auki í frádrátt 5 stig í heildarstigasöfnun einstaklingskeppninnar. Þetta á eingöngu við um þau atvik þegar knapi fær rautt spjald vegna grófrar reiðmennsku, en ekki í þeim tilfellum þegar rautt spjald er gefið af tæknilegum ástæðum t.d. ef fer úr braut eða riðið er of marga hringi o.s.frv. 

 

6.         Kostnaður

 

            Hvert lið greiðir 120.000 kr og leggst upphæðin inná reikning Meistaradeildar æskunnar. Banki 535-26-1944 kt. 520169-2969. Vinsamlegast látið koma fram fyrir hvaða lið er verið að greiða. 

 

7.         Ágreiningsmál

 

7.1      Ágreiningsmálum skal vísað til stjórnar Meistaradeildar æskunnar.

7.2      Þjálfarar skipi einn fulltrúa í stjórn MLÆ – til að taka á ágreiningsmálum og einn til vara.

7.3      Kærur þurfa að berast skriflega til stjórnar MLÆ hálftíma eftir að forkeppni líkur.

 

8.         Meistaradeild æskunnar keppir undir lögum og reglum LH og ÍSÍ.  Keppt er eftir lögum og reglum LH að undanskyldum lögum um keppnisvöll.  Keppendur skulu kynna sér lög og reglur LH og ÍSÍ. 

 

9.         Keppnisgreinar og dagsetningar

 

13. nóv.          kl.18.00 – Fyrirlestur – Margét Lára og Elísa Viðarsdætur

11. des           kl.17.00 – Kynning á MÆ í Líflandi

15. jan.           kl.19.30 – Fyrirlestur og dómarar fara yfir málin.

9. feb.             kl.12.00 – V1- Spretti

23. feb.          kl.12.00 – F1 - Spretti

8. mars          kl.12.00 – T2 og fljúgandi skeið  - Fáki

22. mars        kl.12.00 – T1 - Fáki

4.apríl             kl.12.00 – Gæðingafimi og lokahóf í Fáki

                        Reiðtúr – dagsetning kemur síðar

© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

  • White Facebook Icon
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now