Það styttist óðfluga í fyrsta mót vetrarins en á sunnudaginnn hefst deildina formlega með keppni í fjórgangi í TM-höllinni í Víðidal. Dagurinn hefst á knapafundi kl. 11:00, upphitunarhestur kemur í braut kl. 11:45 og mótið hefst svo stundvíslega á fyrsta hesti kl. 12:00.
Búið er að opna fyrir skráningar í skráningarkerfi Sportfengd, mótið er nr. IS2023FAK060. Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 10. febrúar.
Óskalög - í forkeppninni er í boði að velja sér óskalag. Það gerið þið með því að smella á þennan tengil og skrá nafnið ykkar og lag sjálf. Lagið verður að vera á Spotify, YouTube gengur líka ef útgáfan er einungis til þar. Þetta skjal lokast um leið og skráningarfresti lýkur, sem sagt á föstudagskvöldið.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1UrDaZVq6dX76Rlxihk9yFhtrL_8-pQw8SmedKmTXlGs/edit?usp=sharing
Hafið samband við Hildu Karen, ef eitthvað kemur uppá varðandi skráningar: hilda.gardars@gmail.com.
Gangi ykkur vel að þjálfa, sjáumst á sunnudaginn!
Comments