Það styttist óðfluga í fyrsta mót vetrarins en á sunnudaginnn hefst Meistaradeild LÍFLANDS og æskunnar formlega með keppni í fjórgangi í Lýsishöllinni í Víðidal.
Við byrjum þó á laugardaginn með kynningu á liðum í verslun LÍFLANDS á Lynghálsi. LÍFLAND er aðalstyrktaraðili deildarinnar og hefur verið það frá upphafi. Það er ómetanlegt að hafa jafn dyggan aðila sem styður við hestaíþróttir unga fólksins ár eftir ár. Lífland býður 15% afslátt af öllum vörum í versluninni, nema af hnökkum og undirburði. Svo það er um að gera að koma og kíkja á úrvalið og fara yfir það sem vantar fyrir komandi keppnistímabil.
Laugardagur 10. febrúar dagskrá:
Kl. 10:00 Verslunin opnar
Kl. 11:00 Samningur undirritaður & kynning á liðum
Kl. 11:40 Myndataka
Sunnudagur 11. febrúar dagskrá:
Kl. 10:00 Sýnikennsla í gæðingalist - Fredrica Fagerlund
Kl. 11:00 Knapafundur með Svafari Magg yfirdómara
Kl. 11.45 Upphitunarhestur kemur í braut
Kl. 12:00 Keppni í fjórgangi hefst
Búið er að opna fyrir skráningar í skráningarkerfi Sportfengs, mótið er nr. IS2024FAK072. Skráningu lýkur á miðnætti föstudaginn 9. febrúar.
Óskalög - í forkeppninni er í boði að velja sér óskalag. Það gerið þið með því að smella á þennan tengil og skrá nafnið ykkar og lag sjálf. Lagið verður að vera á Spotify, YouTube gengur líka ef útgáfan er einungis til þar. Þetta skjal lokast um leið og skráningarfresti lýkur, sem sagt á föstudagskvöldið.
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1UrDaZVq6dX76Rlxihk9yFhtrL_8-pQw8SmedKmTXlGs/edit?usp=sharing
Hafið samband við Hildu Karen, ef eitthvað kemur uppá varðandi skráningar: hilda.gardars@gmail.com.
Gangi ykkur vel að þjálfa, sjáumst á sunnudaginn!
Comments