top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Sterkt lokamót

Updated: Aug 29, 2019

Meistaradeild Líflands og æskunnar lauk í gær, sunnudag, með keppni í slaktaumatölti og flugskeiði í boði Furuflísar í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið tókst virkilega vel í alla staði, knaparnir áttu frábærar sýningar í slaktaumatölti og flugskeiðið var gríðarlega spennandi.


Arnar Máni Sigurjónsson sigraði slaktaumatötlið nokkuð örugglega á Sóma frá Kálfsstöðum og jöfn í 2. til 3. sæti urðu þau Védís Huld Sigurðardóttir á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum og Jón Ársæll Bergmann á Vakari frá Efra-Seli með einkunnina 6,96. Í flugskeiðinu sigraði Glódís Rún Sigurðardóttir á Blikku frá Þóroddsstöðum en þær stöllur fóru í gegnum höllina á 5,04 sek. Til gamans má geta að Glódís Rún og Blikka sigruðu líka flugskeiðið í deildinni í fyrra! Í öðru sæti varð Jóhanna Guðmundsdóttir á Ásdísi frá Dalsholti á tímanum 5,20 sek og í því þriðja varð Kristján Árni Birgisson á Trommu frá Skúfslæk á tímanum 5,64 sek. Ólafur ljósmyndari stóð sína plikt að venju og tók ótal margar skemmtilegar myndir á lokamótinu en myndirnar hans má sjá á Facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto Lokahóf Meistardeildar Líflands og æskunnar verður haldið þann 26. apríl en þá kemur í ljós hver sigraði deildina bæði í einstaklings- og liðakeppninni. Þar af leiðandi birtum við ekki heildarúrslit í einstaklings- og liðakeppninni núna heldur verður það gert eftir lokahófið.


Hér fyrir neðan má svo finna öll úrslit kvöldsins.


Slaktaumatölt T2:

Forkeppni

1. Arnar Máni Sigurjónsson / Sómi frá Kálfsstöðum Sómi frá Kálfsstöðum H. Hauksson 7,00

2.-4. Jón Ársæll Bergmann / Vakar frá Efra-Seli Vakar frá Efra-Seli Austurkot 6,67

2.-4. Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl Gjafar frá Hæl Cintamani 6,67

2.-4. Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Margretarhof 6,67

5. Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi Rafn frá Melabergi Cintamani 6,60

6.-7. Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum Barði frá Laugarbökkum H. Hauksson 6,53

6.-7. Hákon Dan Ólafsson / Stirnir frá Skriðu Stirnir frá Skriðu Traðarland 6,53

8. Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi Roði frá Margrétarhofi Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 6,50

9. Selma Leifsdóttir / Hrafn frá Eylandi Hrafn frá Eylandi Leiknir 6,47

10. Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gaumur frá Skarði Gaumur frá Skarði Poulsen 6,30

11. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir / Saga frá Dalsholti Saga frá Dalsholti Poulsen 6,07

12. Matthías Sigurðsson / Biskup frá Sigmundarstöðum Biskup frá Sigmundarstöðum Leiknir 6,03

13. Elín Þórdís Pálsdóttir / Ópera frá Austurkoti Ópera frá Austurkoti Austurkot 5,93

14. Kristrún Ragnhildur Bender / Styrkur frá Seljabrekku Styrkur frá Seljabrekku Lið Stjörnublikks 5,87

15.-16. Þorvaldur Logi Einarsson / Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 Hátíð frá Hlemmiskeiði 3 Josera 5,57

15.-16. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Björk frá Lækjamóti Björk frá Lækjamóti Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 5,57

17. Diljá Sjöfn Aronsdóttir / Kristín frá Firði Kristín frá Firði Equsana 5,17

18.-19. Ásdís Agla Brynjólfsdóttir / Pálmi frá Skrúð Pálmi frá Skrúð Traðarland 5,07

18.-19. Katla Sif Snorradóttir / Eldey frá Hafnarfirði Eldey frá Hafnarfirði Margretarhof 5,07

20. Aníta Eik Kjartansdóttir / Lóðar frá Tóftum Lóðar frá Tóftum Equsana 4,63

21. Kári Kristinsson / Dís frá Úlfljótsvatni Dís frá Úlfljótsvatni Josera 4,10

22. Agnes Sjöfn Reynisdóttir / Dásemd frá Dallandi Dásemd frá Dallandi Lið Stjörnublikks 0,00


B úrslit

6. Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum Barði frá Laugarbökkum H. Hauksson 6,79

7. Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi Roði frá Margrétarhofi Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 6,42

8. Hákon Dan Ólafsson / Stirnir frá Skriðu Stirnir frá Skriðu Traðarland 6,33

9. Kristín Hrönn Pálsdóttir / Gaumur frá Skarði Gaumur frá Skarði Poulsen 6,21

10. Selma Leifsdóttir / Hrafn frá Eylandi Hrafn frá Eylandi Leiknir 5,54


A úrslit

1. Arnar Máni Sigurjónsson / Sómi frá Kálfsstöðum Sómi frá Kálfsstöðum H. Hauksson 7,21

2.-3. Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Margretarhof 6,96

2.-3. Jón Ársæll Bergmann / Vakar frá Efra-Seli Vakar frá Efra-Seli Austurkot 6,96

4. Signý Sól Snorradóttir / Rafn frá Melabergi Rafn frá Melabergi Cintamani 6,71

5. Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Gjafar frá Hæl Gjafar frá Hæl Cintamani 6,62


Í liðakeppninni í slaktaumatölti varð H. Hauksson stigahæst með 39 stig.

H. Hauksson 39

Cintamani 37

Austurkot 30,5

Poulsen 26

Margretarhof 25

Leiknir 24

Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 23,5

Traðarland 19,5

Lið Stjörnublikks 10

Josera 9,5

Equsana 9


Flugskeið P2:

1. Glódís Rún Sigurðardóttir Blikka frá Þóroddsstöðum Margretarhof 5,04 0 5,04

2. Jóhanna Guðmundsdóttir Ásdís frá Dalsholti Cintamani 5,45 5,20 5,20

3. Kristján Árni Birgisson Tromma frá Skúfslæk H. Hauksson 5,64 0 5,64

4. Sigrún Högna Tómasdóttir Sirkus frá Torfunesi Margretarhof 6,27 5,65 5,65

5. Sara Bjarnadóttir Dimmalimm frá Kílhrauni Lið Stjörnublikks 6,07 5,77 5,77

6. Rakel Ösp Gylfadóttir Greipur frá Syðri-Völlum Lið Stjörnublikks 5,95 5,79 5,79

7. Þórey Þula Helgadóttir Þótti frá Hvammi I Austurkot 5,96 0 5,96

8. Sölvi Freyr Freydísarson Súper-Stjarni frá Stóru-Ásgeirsá Josera 6,67 6,20 6,20

9. Sigurður Steingrímsson Sæla frá Barkarstöðum Austurkot 6,27 0 6,27

10. Benedikt Ólafsson Leira-Björk frá Naustum III Traðarland 6,58 6,34 6,34

11. Arndís Ólafsdóttir Rán frá Lindarholti Poulsen 6,55 0 6,55

12. Hrund Ásbjörnsdóttir Erla frá Austurási Poulsen 6,90 6,56 6,56

13.-21. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Stormur frá Sólheimum Cintamani 0 0 0

13.-21. Maríanna Ólafsdóttir Gull-Inga frá Lækjarbakka Equsana 0 0 0

13.-21. Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Viljar frá Skjólbrekku Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 0 0 0

13.-21. Heiður Karlsdóttir Nökkvi frá Lækjarbotnum Leiknir 0 0 0

13.-21. Kristófer Darri Sigurðsson Vorboði frá Kópavogi H. Hauksson 0 0 0

13.-21. Sigurður Baldur Ríkharðsson Sölvi frá Tjarnarlandi Traðarland 0 0 0

13.-21. Natalía Rán Leonsdóttir Framtíð frá Ólafsbergi Equsana 0 0 0

13.-21. Aron Ernir Ragnarsson Bið frá Nýjabæ Josera 0 0 0

13.-21. Helga Stefánsdóttir Blika frá Syðra-Kolugili Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 0 0 0


Í liðakeppninni í flugskeiðinu varð lið Margretarhofs stigahæst með 41 stig. 

Margretarhof 41

Lið Stjörnublikks 35

Austurkot 30

Cintamani 27

H. Hauksson 26

Poulsen 23

Josera 21

Traðarland 19

Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 12

Equsana 12

Leiknir 6

13 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page