top of page
  • White Facebook Icon

Einstaklingskeppni MDÆ 2025

  • gudbjorgannag
  • Apr 9
  • 1 min read

Eftir æsispennandi lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar veturinn 2025, þar sem keppt var í tveimur greinum, gæðingaskeiði og slaktaumatölti, á keppnissvæði Fáks í Víðidalnum, liggja loka niðurstöður fyrir í bæði einstaklings- og liðakeppni mótsins.


Það fór ekki framhjá neinum sem fylgdist með mótaröðinni að Lilja Rún Sigurjónsdóttir átti algjörlega frábæran vetur. Lilja mætti með hvern gæðinginn á fætur öðrum og vermdi hún verðlaunapallinn í öllum úrslitum. Á fyrstu þremur mótum vetrarins tók hún þrennu og sigraði örugglega eftir framúrskarandi sýningar í tölti, fimmgangi og gæðingalist. Þá varð Lilja í þriðja sæti í töltinu og í öðru sæti á lokamótinu í bæði gæðingaskeiði og slaktaumatölti. Það fór því svo að Lilja Rún Sigurjónsdóttir sigraði einstaklingskeppni MDÆ veturinn 2025 með algjörum yfirburðum, eða samtals 63,3 stig.


Gabríel Liljendal Friðfinnsson og Dagur Sigurðarson börðust hart um annað og þriðja sæti og skildu aðeins 3 stig þá að eftir lokamótið. Það var að lokum Gabríel sem hreppti annað sætið með 34 stig og Dagur varð þriðji með 31 stig. Báðir eru þeir félagarnir í liði ISI-Pack og skiluðu þar með liði sínu mikilvægum loka stigum í liðakeppni vetrarins.


Hér að neðan má sjá heildar niðurstöður úr einstaklingskeppninni:



 
 
 

Comments


© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

bottom of page