top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Fimmgangur Íslenskra verðbréfa

Næsta mót er handan við hornið en fyrsti hestur kemur í braut kl. 12:00 þann 20 febrúar n.k. og sést hefur til liða taka góðar æfingar í TM-höllinni í Víðidal. Eins og í fyrra eru það Íslensk verðbréf sem styrkja okkur við að halda þetta mót og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir góðan stuðning.


Nóg pláss verður á áhorfendapöllunum í höllinni og einnig mun Alendis.is að venju sýna mótið í beinu streymi. Við höfum fengið til liðs við okkur góða lýsendur sem lýsa munu keppninni í streyminu. Það eru þær Edda Rún Ragnarsdóttir og Súsanna Sand Ólafsdóttir en báðar eru þær þaulreyndir keppendur í hestaíþróttum, leiðbeinendur og dómarar.


Opið er fyrir skráningar fram að miðnætti á föstudag, mótsnúmerið er IS2022FAK062.


Við höfum nú fært lagalistann inn í Google Sheets og þið skráið ykkar lag sjálf. Smellið á þennan tengil til að skrá ykkar lag inn í skjalið: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1UrDaZVq6dX76Rlxihk9yFhtrL_8-pQw8SmedKmTXlGs/edit?usp=sharing


Gangi ykkur vel að æfa og við hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn!

Stjórn MLÆ

162 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page