Fimmgangurinn í Meistaradeild Líflands & æskunnar var spennandi allt til síðasta skeiðspretts í TM-höllinni í Fáki í dag sunnudag. Margir keppendanna voru að stíga sín fyrstu skref í fimmgangi F1 sem vissulega er krefjandi keppni, en aðrir voru sýnilega vanari og með meiri reynslu á bakinu. Að því sögðu er ljóst að mikil vinna liggur að baki hverri sýningu og það er það sem fer í reynslubankann og hægt er að byggja á í framtíðinni.
Sigurvegari A-úrslitanna var Benedikt Ólafsson úr Herði og keppti hann fyrir Team Hrímnir á hryssunni Leiru-Björk frá Naustum III. Þau voru í forystu eftir forkeppnina. Önnur varð Hulda María Sveinbjörnsdóttir úr Spretti sem keppti á Björk frá Barkarstöðum fyrir Team Top Reiter.
Sigurvegari B-úrslitanna var Sigurður Baldur Ríkharðsson á Myrkva frá Traðarlandi og keppa þeir fyrir Sprett og lið Team Top Reiter.
Þetta var góður dagur fyrir Team Top Reiter sem sigraði liðakeppnina í fjórganginum í dag er er liðið í öðru sæti heildarstigakeppninnar eftir tvær greinar.
Alendis.tv var með beina útsendingu frá keppninni.
Team Top Reiter var stigahæsta liðið í fimmgangingum. F.v.: Sigurður Baldur,
Hulda María, Signý Sól og Ragnar Bjarki.
Heildarniðurstöður fimmgangs F1:
ForkeppniSætiKnapiHrossFélagEink
1Benedikt ÓlafssonLeira-Björk frá Naustum IIIHörður6,57
2Védís Huld SigurðardóttirEysteinn frá ÍbishóliSleipnir6,47
3Hulda María SveinbjörnsdóttirBjörk frá BarkarstöðumSprettur6,33
4Þórey Þula HelgadóttirSólon frá VöllumSmári6,03
5Kristján Árni BirgissonRut frá VöðlumGeysir6,00
6Sigurður Baldur RíkharðssonMyrkvi frá TraðarlandiSprettur5,93
7Arndís ÓlafsdóttirDáð frá Jórvík 1Glaður5,90
8-9Guðmar Hólm Ísólfsson LíndalNávist frá LækjamótiÞytur5,80
8-9Signý Sól SnorradóttirMagni frá ÞingholtiMáni5,80
10-11Hekla Rán HannesdóttirHalla frá KvernáSprettur5,73
10-11Sara Dís SnorradóttirDjarfur frá Litla-HofiSörli5,73
12Eygló Hildur ÁsgeirsdóttirÓskar frá DraflastöðumFákur5,67
13Jón Ársæll BergmannAníta frá BjarkareyGeysir5,57
14Sveinn Sölvi PetersenÍsabel frá ReykjavíkFákur5,53
15Sigurður SteingrímssonÝr frá Skíðbakka IGeysir5,50
16Herdís Björg JóhannsdóttirSnædís frá Forsæti IISprettur5,40
17-18Selma LeifsdóttirÞula frá StaðFákur5,30
17-18Viktoría Von RagnarsdóttirReginn frá ReynisvatniHörður5,30
19Lilja Rún SigurjónsdóttirBlesa frá HúnsstöðumFákur5,27
20-21Kristín KarlsdóttirFlóki frá GiljahlíðBorgfirðingur5,23
20-21Ásta Hólmfríður RíkharðsdóttirÁstrós frá Hjallanesi 1Sprettur5,23
22-23Hildur Dís ÁrnadóttirHólmfríður frá StaðarhúsumFákur5,03
22-23Matthías SigurðssonMjöll frá Velli IIFákur5,03
24-25Anna María BjarnadóttirTign frá HrafnagiliGeysir4,8024-25Lilja Dögg ÁgústsdóttirVonar frá Eystra-FróðholtiGeysir4,80
26Kolbrún Sif SindradóttirStyrkur frá SkagaströndSörli4,67
27Ragnar Bjarki SveinbjörnssonHeimur frá HvítárholtiSprettur4,53
28Hrund ÁsbjörnsdóttirSæmundur frá VesturkotiFákur4,43
29Friðrik Snær FriðrikssonGjafar frá HlíðarbergiHornfirðingur4,40
30Guðný Dís JónsdóttirPipar frá KetilsstöðumSprettur4,30
31-32Kolbrún Katla HalldórsdóttirHerská frá SnartartunguBorgfirðingur4,23
31-32Ragnar Snær ViðarssonVeröld frá ReykjavíkFákur4,23
33Dagur SigurðarsonSjálfur frá BorgGeysir4,20
34Eva KærnestedTign frá StokkalækFákur4,07
35Natalía Rán LeonsdóttirÞekking frá Litlu-GröfHörður4,00
36Sölvi Þór OddrúnarsonEldþór frá HveravíkHörður3,90
37Hrefna Sif JónasdóttirHrund frá HrafnsholtiSleipnir3,87
38Sigurbjörg HelgadóttirHörpurós frá HelgatúniFákur3,83
39Eydís Ósk SævarsdóttirForsetning frá MiðdalHörður3,80
40Sigrún Helga HalldórsdóttirStoð frá StokkalækFákur3,70
41Harpa Dögg Bergmann HeiðarsdóttirFiðla frá GrundarfirðiSnæfellingur3,67
42Oddur Carl ArasonHrímnir frá HvítárholtiHörður2,80
B úrslitSætiKnapiHrossFélagEink
6Sigurður Baldur RíkharðssonMyrkvi frá TraðarlandiSprettur6,52
7Guðmar Hólm Ísólfsson LíndalNávist frá LækjamótiÞytur6,24
8-9Hekla Rán HannesdóttirHalla frá KvernáSprettur5,88
8-9Sara Dís SnorradóttirDjarfur frá Litla-HofiSörli5,88
10Signý Sól SnorradóttirMagni frá ÞingholtiMáni5,81
11Arndís ÓlafsdóttirDáð frá Jórvík 1Glaður5,74
A úrslitSætiKnapiHrossFélagEink
1Benedikt ÓlafssonLeira-Björk frá Naustum IIIHörður6,74
2Hulda María SveinbjörnsdóttirBjörk frá BarkarstöðumSprettur6,67
3Kristján Árni BirgissonRut frá VöðlumGeysir6,33
4Védís Huld SigurðardóttirEysteinn frá ÍbishóliSleipnir6,26
5Þórey Þula HelgadóttirSólon frá VöllumSmári6,24
Liðakeppnin:
Einstaklingskeppnin, staða eftir 2 greinar:
Comments