top of page
Writer's pictureHilda Karen

Fyrirlestraröð yngri flokka

Fyrirlestraröð sem er sameiginleg fyrir knapa í yngri flokkum Spretts, Fáks og Sóta.


Haldnir verða fjórir fróðlegir fyrirlestrar sem ætlaðir eru sérstaklega fyrir knapa í yngri flokkum – barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki.


1) Þriðjudaginn 30.janúar kl.19:00 í veislusalnum í Samskipahöllinni, Spretti Halldór Victorsson íþróttadómari – Hvað eru íþróttadómarar að hugsa? Halldór fer yfir lög og reglur, dómsskala og allt sem viðkemur keppni í íþróttakeppni.


2) Miðvikudaginn 14.febrúar kl.19:00 í veislusalnum í Samskipahöllinni, Spretti Einar Ásgeirsson fóðurfræðingur – fyrirlestur um fóðrun og bætiefni. Lögð verða drög að fóðuráætlunum.


3) Þriðjudaginn 5.mars kl.19:00 í veislusalnum í Lýsishöllinni, Fáki Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari – hugarþjálfun og undirbúningur fyrir keppni.


4) Fimmtudaginn 9. maí –   í veislusalnum í Lýsishöllinni, Fáki Þórir Örn Grétarsson, gæðingadómari, fer yfir útfærslu á sýningu í keppni, helstu áherslur dómara,  dómskala og lög og reglur í gæðingakeppni.


Frítt er inn á  alla fjóra fyrirlestrana en mikilvægt er að skrá sig á Sportabler:



57 views0 comments

Comments


bottom of page