Hilda Karen
Fyrsti viðburður vetrarins
Miðvikdaginn 13. nóvember er fyrsti viðburðurinn þennan veturinn. Þá verður farið yfir reglur deildarinnar og keppendur skrifa undir þær. MJÖG nauðsynlegt er að allir knapar mæti og séu með reglurnar á hreinu. Þetta er skyldumæting, einnig fyrir foreldra/forráðamenn.
Einnig koma þær systur Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur og ræða við okkur. Þær eru afreksíþróttakonur í fótbolta.
Fundurinn er haldinn í salnum á annrri hæð í TM-höllinni í Fáki.
Dagskrá kvöldsins:
Kl.18.30 Reglur deildarinnar kynntar Kl.19.00 Pítsur Kl.19.30 Fyrirlestur með Margréti Láru og Elísu
Með kveðju, stjórn MLÆ