Hilda Karen
Æfingamót í gæðingalist - opið mót í Herði
Okkur í stjórn MLÆ langar að minna ykkur á opið mót í gæðingalist í Herði núna á laugardaginn kemur, þann 18. febrúar.
Það er frábært að farið sé að bjóða uppá opin mót í þessari skemmtilegu grein og þetta væri sniðug leið fyrir ykkur til að æfa fyrir gæðingalistina sem verður þriðja mótið okkar þann 26. febrúar, í reiðhöllinni í Herði einmitt.
Við hvetjum ykkur til að skoða þetta vel og jafnvel taka þátt ef þið hafið tök á.
Smellið hér til að skoða viðburðinn nánar!
Hér má lesa lög og reglur LH um gæðingalist og munið að við keppum í 2. stigi.
Stjórn MLÆ