Fjórgangsmótið sem var í boði Íslenskra verðbréfa, gekk svakalega vel og greinilegt að keppendur hafa lagt mikið á sig við að þjálfa og undirbúa sig og hestana sína fyrir keppnistímabilið sem nú er nýhafið.
Það var frábært að finna þetta góða og létta andrúmsloft sem einkennir mótsdagana okkar og keppendur, aðstandendur og allir sem að mótinu koma eru jákvæðir, samgleðjast öðrum og kunna að fagna.
Alendis.is kom mótinu heim til þeirra sem ekki áttu heimangengt og gerði það vel. Lýsendurnir stóðu sig vel og hafa fengið mikið hrós fyrir sína vinnu og hér með þökkum við þeim Sindra Sigurðssyni og Randi Holaker kærlega fyrir að gefa tíma sinn í þetta verkefni. Við hvetjum ykkur til að fara yfir sýningarnar ykkar í Alendis og nýta skilaboð lýsendanna og setja í reynslubankann.
Hestakosturinn var magnaður og margir áttu góðar sýningar. Efstur eftir forkeppnina var Ragnar Snær Viðarsson á Ása frá Hásæti með 7,10, annar Matthías Sigurðsson á Dýra frá Hrafnkelsstöðum með 6,87 og þriðja Svandís Aitken á Fjöður frá Hrísakoti með 6,77.
B-úrslitin fóru þannig að Kolbrún Sif Sindradóttir varð hlutskörpust á Byl frá Kirkjubæ. Reglum samkvæmt fór hún ekki upp í A-úrslit, þar sem þau eru haldin strax á eftir.
Í A-úrslitunum varð nokkuð um vendingar, því upp úr fjórða sætinu inn í úrslitin kom Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ, sá og sigraði með einkunnina 6,97. Jafnar og skammt undan í 2.-3. sæti urðu þær Svandís Aitken á Fjöður og Sigurbjörg Helgadóttir á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 6,93.
Hofsstaðir/Ellert Skúlason ehf. - Guðný Dís, Elva Rún, Helena Rán og Svandís.
Stigahæsta liðið í fjórganginum var lið Hofsstaða / Ellerts Skúlasonar ehf. og komust allir liðsmenn þess í úrslit, en í því liði eru:
Guðný Dís Jónsdóttir
Svandís Aitken Sævarsdóttir
Helena Rán Gunnarsdóttir
Elva Rún Jónsdóttir
Staðan í stigasöfnuninni er svona eftir fyrsta mótið:
Hér fyrir neðan má sjá heildarniðurstöður dagsins:
A úrslit Sæti Knapi Hross Einkunn 1 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II 6,97 2-3 Sigurbjörg Helgadóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu 6,93 2-3 Svandís Aitken Sævarsdóttir Fjöður frá Hrísakoti 6,93 4 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 6,87 5 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 6,70 6 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ 0,00
B úrslit 6 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ 6,67 7 Elva Rún Jónsdóttir Fluga frá Garðabæ 6,63 8 Eydís Ósk Sævarsdóttir Hrímnir frá Hvammi 2 6,60 9 Helena Rán Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum 6,53 10 Lilja Dögg Ágústsdóttir Kolvin frá Langholtsparti 6,37
Forkeppni
1 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 7,10 2 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 6,87 3 Svandís Aitken Sævarsdóttir Fjöður frá Hrísakoti 6,77 4 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II 6,70 5 Sigurbjörg Helgadóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu 6,63 6 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ 6,53 7 Elva Rún Jónsdóttir Fluga frá Garðabæ 6,47 8 Helena Rán Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum 6,40 9 Eydís Ósk Sævarsdóttir Hrímnir frá Hvammi 2 6,37 10 Lilja Dögg Ágústsdóttir Kolvin frá Langholtsparti 6,27 11 Dagur Sigurðarson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 6,23 12 Elsa Kristín Grétarsdóttir Flygill frá Sólvangi 6,17 13-14 Fanndís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum 6,13 13-14 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Ísar frá Skáney 6,13 15 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,10 16-17 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ 6,03 16-17 Sara Dís Snorradóttir Flugar frá Morastöðum 6,03 18 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal 6,00 19 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Þytur frá Stykkishólmi 5,97 20-21 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Karen frá Hríshóli 1 5,90 20-21 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum 5,90 22 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Óðinn frá Hólum 5,77 23 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Tenór frá Hemlu II 5,70 24 Herdís Björg Jóhannsdóttir Karólína frá Pulu 5,67 25 Fríða Hildur Steinarsdóttir Silfurtoppur frá Kópavogi 5,53 26-29 Kristín Karlsdóttir Steinar frá Stuðlum 5,33 26-29 Hulda Ingadóttir Kamban frá Klauf 5,33 26-29 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Drift frá Strandarhöfði 5,33 26-29 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Salvör frá Efri-Hömrum 5,33 30 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Erró frá Höfðaborg 5,30 31 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Esja frá Leirubakka 5,20 32 Andrea Óskarsdóttir Orkubolti frá Laufhóli 5,17 33 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Ágæt frá Austurkoti 5,07 34-35 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Ísó frá Grafarkoti 5,03 34-35 Sigrún Helga Halldórsdóttir Nói frá Kringlu 5,03 36 Róbert Darri Edwardsson Hamar frá Syðri-Gróf 1 5,00 37 Kristín María Kristjánsdóttir Mjölnir frá Garði 4,70 38-39 Apríl Björk Þórisdóttir Hólmi frá Kaldbak 0,00 38-39 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Friðrik frá Traðarlandi 0,00
Comments