top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Hrímnis liðið allt í úrslitum

Védís Huld fagnaði sigri

HRÍMNIS fjórgangurinn í Meistaradeild Líflands og æskunnar fór fram í Samskipahöllinni í Spretti í dag. Tæplega fjörutíu glæsilegir fulltrúar ungu kynslóðarinnar á aldrinum 13-18 ára kepptu í krefjandi keppni.


Keppnin gekk afar vel fyrir sig en það er alkunna að unga fólkið er stundvísast hestamanna og prúðast.


Eftir forkeppnina stóð Védís Huld Sigurðardóttir efst á Hrafnfaxa frá Skeggsstöðum með 7,13. Skammt unda kom systir hennar Glódís Rún Sigurðardóttir á Glymjanda frá Íbíshóli með 6,93 og þriðji Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Freyði frá Leysingjastöðum II með 6,63.


Tveir knapar tóku þátt í B-úrslitum með sömu einkunn. Það voru þau Kristófer Darri Sigurðsson á Verði frá Vestra-Fíflholti og Eygló Hildur Ásgeirsdóttir á Sögu frá Dalsholti. Keppnin þeirra á milli varð hörð og skemmtileg en á endanum fór það svo að Kristófer Darri hafði sigur. Samkvæmt reglum deildarinnar hlaut hann þó ekki sæti í A-úrslitum enda afar stuttur tími milli atriða á móti sem tók aðeins rúma fjóra tíma.


Védís Huld gaf ekkert eftir þegar komið var í A-úrslitin og hélt forystunni allt til enda og hlaut 7,30 í einkunn fyrir vel heppnaða sýningu. Glódís Rún hélt sömuleiðis sínu sæti og varð önnur með 7,13 og Benedikt Ólafsson hreppti þriðja sætið á Biskupi sínum með 6,93.


Lið Hrímnis í deildinni tók forystu í liðakeppninni og er staðan í henni svona eftir fyrsta mót:

Hrímnir 34,5

Top Reiter11,5

Hofsstaðir/Sindrastaðir9,5

Stafholt 4,5

Klettur 1,5


Þeir sem hlutu stig í einstaklingskeppninni voru þessir:

Védís Huld Sigurðardóttir 12 Hrímnir

Glódís Rún Sigurðardóttir 10 Hrímnir

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal 8 Hofsstaðir/Sindrastaðir

Hulda María Sveinbjörnsdóttir 7 Top Reiter

Sigrún Högna Tómasdóttir 4,5 Hrímnir

Signý Sól Snorradóttir 4,5 Top Reiter

Sara Dís Snorradóttir 4,5 Stafholt

Benedikt Ólafsson 4,5 Hrímnir

Kristófer Darri Sigurðsson 1,5 Klettur

Eygló Hildur Ásgeirsdóttir 1,5 Hofsstaðir/Sindrastaðir


Á næsta móti verður svo keppt í fimmgangi. Það mót fer fram 23. febrúar í Samskipahöllinni.


V1 fjórgangur – allar niðurstöður

Sæti

Knapi

Hross

Aðildarfélag knapa

Einkunn

1

Védís Huld Sigurðardóttir

Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum

Sleipnir

7,13

2

Glódís Rún Sigurðardóttir

Glymjandi frá Íbishóli

Sleipnir

6,93

3

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Freyðir frá Leysingjastöðum II

Þytur

6,63

4

Hulda María Sveinbjörnsdóttir

Garpur frá Skúfslæk

Sprettur

6,47

5-8

Signý Sól Snorradóttir

Rektor frá Melabergi

Máni

6,37

5-8

Sara Dís Snorradóttir

Gustur frá Stykkishólmi

Sörli

6,37

5-8

Sigrún Högna Tómasdóttir

Marta frá Húsavík

Smári

6,37

5-8

Benedikt Ólafsson

Biskup frá Ólafshaga

Hörður

6,37

9-10

Kristófer Darri Sigurðsson

Vörður frá Vestra-Fíflholti

Sprettur

6,33

9-10

Eygló Hildur Ásgeirsdóttir

Saga frá Dalsholti

Fákur

6,33

11

Jón Ársæll Bergmann

Hrafndís frá Ey I

Geysir

6,30

12-13

Elín Þórdís Pálsdóttir

Ópera frá Austurkoti

Sleipnir

6,27

12-13

Glódís Líf Gunnarsdóttir

Magni frá Spágilsstöðum

Máni

6,27

14

Matthías Sigurðsson

Caruzo frá Torfunesi

Fákur

6,20

15

Sigurður Baldur Ríkharðsson

Ernir Tröð

Sprettur

6,17

16

Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson

Vídd frá Lækjamóti

Þytur

5,97

17

Guðný Dís Jónsdóttir

Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ

Sprettur

5,93

18

Þorvaldur Logi Einarsson

Saga frá Miðfelli 2

Smári

5,90

19-20

Þórey Þula Helgadóttir

Bragur frá Túnsbergi

Smári

5,77

19-20

Sigurður Steingrímsson

Eik frá Sælukoti

Geysir

5,77

21

Natalía Rán Leonsdóttir

Strákur frá Lágafelli

Hörður

5,70

22

Erika J. Sundgaard

Viktoría frá Miðkoti

Geysir

5,60

23

Arndís Ólafsdóttir

Styrkur frá Kjarri

Glaður

5,57

24-25

Hrund Ásbjörnsdóttir

Ábóti frá Söðulsholti

Fákur

5,53

24-25

Diljá Sjöfn Aronsdóttir

Kristín frá Firði

Sprettur

5,53

26-27

Herdís Björg Jóhannsdóttir

Snillingur frá Sólheimum

Geysir

5,50

26-27

Hekla Rán Hannesdóttir

Krás frá Árbæjarhjáleigu II

Sprettur

5,50

28-29

Bergey Gunnarsdóttir

Hátíð frá Litlalandi Ásahreppi

Máni

5,47

28-29

Jónas Aron Jónasson

Herdís frá Hafnarfirði

Sörli

5,47

30

Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir

Vörður frá Eskiholti II

Sprettur

5,33

31-32

Anna María Bjarnadóttir

Bragabót frá Bakkakoti

Geysir

5,27

31-32

Kristján Árni Birgisson

Karmur frá Kanastöðum

Geysir

5,27

33

Viktoría Von Ragnarsdóttir

Gustur frá Yztafelli

Hörður

5,13

34

Sveinn Sölvi Petersen

Prins frá Njarðvík

Fákur

5,07

35

Arnar Máni Sigurjónsson

Blesa frá Húnsstöðum

Fákur

4,90

36

Lilja Dögg Ágústsdóttir

Sigur frá Sperðli

Geysir

4,83

37

Patrekur Jóhann Kjartansson

Stjarni frá Búð

Geysir

4,33

38

Kristín Hrönn Pálsdóttir

Gaumur frá Skarði

Fákur

0,00

B úrslit





Sæti

Knapi

Hross

Aðildarfélag knapa

Einkunn

9

Kristófer Darri Sigurðsson

Vörður frá Vestra-Fíflholti

Sprettur

6,43

10

Eygló Hildur Ásgeirsdóttir

Saga frá Dalsholti

Fákur

6,40

A úrslit





Sæti

Knapi

Hross

Aðildarfélag knapa

Einkunn

1

Védís Huld Sigurðardóttir

Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum

Sleipnir

7,30

2

Glódís Rún Sigurðardóttir

Glymjandi frá Íbishóli

Sleipnir

7,13

3-4

Benedikt Ólafsson

Biskup frá Ólafshaga

Hörður

6,93

3-4

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal

Freyðir frá Leysingjastöðum II

Þytur

6,93

5

Sigrún Högna Tómasdóttir

Marta frá Húsavík

Smári

6,50

6

Signý Sól Snorradóttir

Rektor frá Melabergi

Máni

6,43

7

Hulda María Sveinbjörnsdóttir

Garpur frá Skúfslæk

Sprettur

6,27

8

Sara Dís Snorradóttir

Gustur frá Stykkishólmi

Sörli

6,20



32 views0 comments

Comments


bottom of page