top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Magnaðir krakkar!

Magnaðir krakkar! Það var það sem maður heyrði frá fólki bæði í gær á gæðingalistinni og líka eftir T1 um daginn.


Já þið eruð mörgnuð, íþrottamennskan í fyrirrúmi og hörkukeppni. Spennan verður fram á seinasta hest um hvaða knapi muni verða stigahæstur að lokum, hvaða lið mun bera sigur úr býtum, en ekki gleyma að það eru margir sigrar unnir á hverju móti. Við fáum oft að heyra að einhver sé ekki með hest í þetta eða hafi ekki keppt áður í þessu eða hinu en svo taka bara allir þátt og standa sig með þvílíkum sóma.


Gæðingalistin er í mótun og langar okkur að biðja ykkur um að gefa ykkur smá

tíma og senda umsögn um greinina til mín í tölvupósti á netfangið siggihestur@simnet.is


Þið getið haft þessar spurningar í huga:

  • Hvað finnst ykkur um greinina almennt?

  • Eruð þið að stefna á önnur mót í gæðingalist?

  • Er stefnan að fara á Íslandsmót?

  • Eru tímamörkin passleg?

  • Er gaman að æfa og keppa í greininni?

Eða hvað sem ykkur dettur í hug annað um þessa grein, allar ábendingar vel þegnar. Ef þið gætuð gefið ykkur 10 mín til að senda mér ykkar pælingar um greinina, væri það alveg frábært.


Svo er bara að æfa og hlakka til lokamótsins þann 16. apríl í Víðidalnum


Kv, Siggi Ævarss

56 views0 comments

Comments

Couldn’t Load Comments
It looks like there was a technical problem. Try reconnecting or refreshing the page.
bottom of page