top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Hvernig náum við árangri í íþróttum og lífinu?

Meistaradeild Líflands og æskunnar og Meistaradeild ungmenna, standa saman að öflugum fyrirlestri fyrir þátttakendur sína. Anna Steinsen er fyrirlesari, markþjálfi, jógakennari og þjálfari hjá KVAN og hefur hún sérhæft sig í námskeiðum og fyrirlestrum fyrir ungt fólk. Hún hefur jafnframt hlotið ýmis verðlaun sem þjálfari á alþjóðavettvangi.


Fyrirlesturinn fer fram í sal TM reiðhallarinnar í Fáki fimmtudagskvöldið 21. janúar kl. 19:30 og eru þátttakendur velkomnir á staðinn og einnig verður í boði að vera með á Zoom og verður þá sendur út tengill á þann fjarfund.


Allir þátttakendur deildanna beggja eru iðkendur í hestaíþróttum og sem metnaðarfullir íþróttamenn þurfum við að huga vel að heilsunni, bæði líkamlegri og andlegri og það er umfjöllunarefni fyrirlestursins. Anna er með eindæmum hress og skemmtileg, kemur þessu mikilvæga efni mjög vel til skila og við eigum því eftir að eiga frábæra kvöldstund saman á fimmtudaginn.


Við gerum ráð fyrir að allir taki þennan tíma frá og mæti, að öðrum kosti láta okkur vita um ástæðu fjarveru.


Hlökkum til að hitta ykkur öll!131 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page