top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Jón Ársæll vann fimmganginn

Updated: Mar 28, 2019

Margur er knár þótt hann sé smár! Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, TOYOTA SELFOSSI fimmgangurinn, fór fram í dag í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið var líflegt og skemmtilegt og var gaman að sjá flottu knapana okkar reyna sig í fimmgangi.


Jón Ársæll Bergmann á Glóð frá Eystra-Fróðholti sigraði A-úrslitin með 6,48 en til gamans má geta að þetta var fyrsti sigurinn hans í deildinni. Arnar Máni Sigurjónsson á Púka frá Lækjarbotnum varð í öðru sæti með 6,45 og Signý Sól Snorradóttir á Þokkadís frá Strandarhöfði hlaut 6,10 í þriðja sæti.


Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Björk frá Barkarstöðum sigraði B-úrslitin með einkunnina 6,02. Samkvæmt reglum deildarinnar þá fær sigurvegari B-úrslitanna ekki keppnisrétt í A-úrslitum.


Toyota Selfossi gaf glæsileg verðlaun og páskaegg í efstu 10 sætin.



Jón Ársæll með sigurlaunin í fimmganginum.


Spennan magnast í einstaklingskeppninni en eftir þrjár greinar þá er staðan eftirfarandi:


  1. Védís Huld 24

  2. Arnar Máni 18,5

  3. Gyða Sveinbjörg 18

  4. Signý Sól 15,5

  5. Glódís Rún 14,5

  6. Hákon Dan 13

  7. Jón Ársæll 12

  8. Haukur Ingi 9,5

  9. Sigrún Högna 7

  10. Sigurður Baldur 6

  11. Hulda María 6

  12. Benedikt 5

  13. Katla Sif 4,5

  14. Hrund 4

  15. Guðmar Hólm 3

  16. Diljá Sjöfn 3

  17. Kristófer Darri 2

  18. Eysteinn Tjörvi 1,5

  19. Glódís Líf 1

  20. Þórey Þula 1

Heildarstaðan í liðakeppninni eftir Hrímnis fjórganginn, Steinullar töltið og Toyota Selfossi fimmganginn:


  1. Margretarhof  244

  2. Cintamani  241,5

  3. H. Hauksson 219,5

  4. Leiknir  156

  5. Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 145,5

  6. Traðarland 176,5

  7. Josera 106

  8. Lið Stjörnublikks 106

  9. Austurkot  128

  10. Poulsen 93,5

  11. Equsana 65,5

Ólafur Ingi ljósmyndari hefur tekið mikið af flottum og skemmtilegum myndum á mótunum okkar en því miður þá brást minniskortið honum í úrslitum og verðlaunaafhendingu á sunnudaginn þannig að einungis eru til myndir úr forkeppni. Sjá má myndirnar hans á facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto. Næsta mót í Meistaradeild Líflands og æskunnar, gæðingafimi, verður haldið þann 24. mars í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest þar!


42 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page