Margur er knár þótt hann sé smár! Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, TOYOTA SELFOSSI fimmgangurinn, fór fram í dag í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Mótið var líflegt og skemmtilegt og var gaman að sjá flottu knapana okkar reyna sig í fimmgangi.
Jón Ársæll Bergmann á Glóð frá Eystra-Fróðholti sigraði A-úrslitin með 6,48 en til gamans má geta að þetta var fyrsti sigurinn hans í deildinni. Arnar Máni Sigurjónsson á Púka frá Lækjarbotnum varð í öðru sæti með 6,45 og Signý Sól Snorradóttir á Þokkadís frá Strandarhöfði hlaut 6,10 í þriðja sæti.
Hulda María Sveinbjörnsdóttir á Björk frá Barkarstöðum sigraði B-úrslitin með einkunnina 6,02. Samkvæmt reglum deildarinnar þá fær sigurvegari B-úrslitanna ekki keppnisrétt í A-úrslitum.
Toyota Selfossi gaf glæsileg verðlaun og páskaegg í efstu 10 sætin.
Spennan magnast í einstaklingskeppninni en eftir þrjár greinar þá er staðan eftirfarandi:
Védís Huld 24
Arnar Máni 18,5
Gyða Sveinbjörg 18
Signý Sól 15,5
Glódís Rún 14,5
Hákon Dan 13
Jón Ársæll 12
Haukur Ingi 9,5
Sigrún Högna 7
Sigurður Baldur 6
Hulda María 6
Benedikt 5
Katla Sif 4,5
Hrund 4
Guðmar Hólm 3
Diljá Sjöfn 3
Kristófer Darri 2
Eysteinn Tjörvi 1,5
Glódís Líf 1
Þórey Þula 1
Heildarstaðan í liðakeppninni eftir Hrímnis fjórganginn, Steinullar töltið og Toyota Selfossi fimmganginn:
Margretarhof 244
Cintamani 241,5
H. Hauksson 219,5
Leiknir 156
Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 145,5
Traðarland 176,5
Josera 106
Lið Stjörnublikks 106
Austurkot 128
Poulsen 93,5
Equsana 65,5
Ólafur Ingi ljósmyndari hefur tekið mikið af flottum og skemmtilegum myndum á mótunum okkar en því miður þá brást minniskortið honum í úrslitum og verðlaunaafhendingu á sunnudaginn þannig að einungis eru til myndir úr forkeppni. Sjá má myndirnar hans á facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto. Næsta mót í Meistaradeild Líflands og æskunnar, gæðingafimi, verður haldið þann 24. mars í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest þar!
Comentarios