Þriðja mótið í Meistaradeild Líflands & æskunnar fór fram í dag og keppt var í gæðingafimi. Mótið var styrkt af Kranaþjónustu Rúnars og haldið í TM-höllinni í Víðidal.
Eins og margir vita hefur starfshópur á vegum LH nýlega skilað frá sér reglum um gæðingafimina sem keppnisgrein og var mótið því með þeim fyrstu sem haldin eru eftir þeim reglum.
Mótið tókst afar vel, bæði framkvæmdin sjálf sem og sýningar þátttakenda. Reyndar voru margar sýningarnar langt yfir því viðmiði sem mótshaldarar og aðstandendur höfðu sett og af því má telja að greinin eigi fullt erindi við alla aldurshópa. Eða eins og einn keppandinn komst að orði: "Svolítið eins og að keppa í upphitun." Mótshaldarar voru á því að hrósa mætti vinnu nefndarinnar sem heldur utan um gæðingafimina og að keppnisformið sé mjög skemmtilegt.
44 keppendur eru skráðir í 11 lið í deildinni og með hléi tók mótið 5 klst. Ekki voru riðin úrslit. Alendis.tv sýndi beint frá keppninni gegn vægu gjaldi og reynsluboltarnir í faginu, þær Olil Amble og Rúna Einarsdótttir lýstu því sem fyrir augu bar. Þetta verður dýrmætt fyrir knapana og aðra áhugamenn um gæðingafimi, að skoða og hlusta á það sem sérfræðingarnir höfðu að segja um hverja og eina sýningu.
Sigurvegari dagsins var Kolbrún Katla Halldórsdóttir á snilldarhryssunni Sigurrós frá Söðulsholti með 6,90 og kepptu þær stöllur fyrir lið Icewear. Næstu knapar voru skammt undan, enda var keppnin nokkuð jöfn og spennandi allt til síðasta pars í rásröð.
Stigahæsta liðið í gæðingafiminni varð lið Hrímni sem var með alla fjóra knapa sína í efstu 6 sætunum. Glæsilegur árangur það!
Kolbrún Katla var sigurvegari dagsins.
Lið Hrímnis vann liðakeppnina. F.v.: Védís Huld, Ragnar Snær, Eva og Benedikt.
Sigurvegarar dagsins.
Gæðingafimi - liðakeppni
Team Hrímnir 82,0
Hofsstaðir/Sindrastaðir 61,0
Team Fisk Mos 46,5
Team Top Reiter 45,5
Icewear 44,5
Sportfákar/Fákaland 32
Byko Selfoss 31
Ganghestar/Hamarsey 30
Nettó 28
SS búvörur 16,5
Helgatún/Fákafar 12,5
Liðakeppnin - heildarstigasöfnun eftir 3 mót
Team Hrímnir 212,5
Hofsstaðir/Sindrastaðir 166,0
Team Top Reiter 164,5
Team Fisk Mos 145,0
Icewear 132,0
Ganghestar/Hamarsey 120,0
Sportfákar/Fákaland 110,0
Byko Selfoss 97,5
Helgatún/Fákafar 96,0
SS búvörur 48,5
Nettó 31,0
Einstaklingskeppnin - stig gæðingafimi
Kolbrún Katla 12
Védís Huld 10
Guðmar Hólm 8
Ragnar Snær 7
Benedikt 6
Eva 4,5
Kristján Árni 4,5
Hulda María 3
Sigurður St. 1,5
Sara Dís 1,5
Einstaklingskeppnin - heildarstigasöfnun eftir 3 mót
Védís Huld 27,0
Benedikt 23,0
Kolbrún Katla 20,0
Guðmar Hólm 19,0
Hulda María 15,0
Kristján Árni 12,5
Harpa Dögg 12,0
Sara Dís 10,0
Ragnar Snær 7,0
Þórey Þula 6,0
Sigurður Baldur 5,0
Eva 4,5
Hrund 4,0
Anna María 3,0
Hekla Rán 2,5
Sigurður St. 2,0
Guðný Dís 1,0
Arndís 1,0
Signý Sól 1,0
Heildarniðurstöður dagsins
1
Kolbrún Katla Halldórsdóttir
Sigurrós frá Söðulsholti
Icewear
6,90
2
Védís Huld Sigurðardóttir
Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum
Hrímnir
6,87
3
Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal
Daníel frá Vatnsleysu
Sindrastaðir/Hofsstaðir
6,80
4
Ragnar Snær Viðarsson
Rauðka frá Ketilsstöðum
Hrímnir
6,60
5
Benedikt Ólafsson
Bikar frá Ólafshaga
Hrímnir
6,50
6
Eva Kærnested
Bragur frá Steinnesi
Hrímnir
6,37
7
Kristján Árni Birgisson
Blesa frá Húnsstöðum
Team Fisk Mos
6,37
8
Hulda María Sveinbjörnsdóttir
Garpur frá Skúfslæk
Team TopReiter
6,33
9
Sigurður Steingrímsson
Eik frá Sælukoti
Team Fisk Mos
6,30
10
Sara Dís Snorradóttir
Gustur frá Stykkishólmi
Sportfákar/Fákaland Export
6,30
11
Hrund Ásbjörnsdóttir
Rektor frá Melabergi
Byko Selfoss
6,23
12
Matthías Sigurðsson
Dímon frá Laugarbökkum
Ganghestar/Hamarsey
6,20
13
Guðný Dís Jónsdóttir
Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ
Sindrastaðir/Hofsstaðir
6,17
14
Signý Sól Snorradóttir
Þokkadís frá Strandarhöfði
Team TopReiter
6,17
15
Friðrik Snær Friðriksson
Glæsir frá Lækjarbrekku 2
Nettó
6,13
16
Elva Rún Jónsdóttir
Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ
Sindrastaðir/Hofsstaðir
6,13
17
Herdís Björg Jóhannsdóttir
Snillingur frá Sólheimum
SS búvörur
6,10
18
Dagur Sigurðarson
Fold frá Jaðri
Nettó
6,00
19
Þórey Þula Helgadóttir
Sólon frá Völlum
Helgatún/Fákafar
6,00
20
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir
Saga frá Dalsholti
Sindrastaðir/Hofsstaðir
5,97
21
Lilja Rún Sigurjónsdóttir
Arion frá Miklholti
Sportfákar/Fákaland Export
5,97
22
Arndís Ólafsdóttir
Klettur frá Ketilsstöðum
Byko Selfoss
5,93
23
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir
Þytur frá Stykkishólmi
Icewear
5,93
24
Selma Leifsdóttir
Sæla frá Eyri
Ganghestar/Hamarsey
5,90
25
Kolbrún Sif Sindradóttir
Bylur frá Kirkjubæ
Icewear
5,87
26
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson
Gjafar frá Hæl
Team TopReiter
5,80
27
Hekla Rán Hannesdóttir
Þoka frá Hamarsey
Ganghestar/Hamarsey
5,70
28
Lilja Dögg Ágústsdóttir
Magni frá Kaldbak
SS búvörur
5,63
29
Viktoría Von Ragnarsdóttir
Reginn frá Reynisvatni
Byko Selfoss
5,63
30
Kristín Karlsdóttir
Smyrill frá Vorsabæ II
Icewear
5,53
31
Oddur Carl Arason
Hlynur frá Húsafelli
Team Fisk Mos
5,53
32
Sigrún Helga Halldórsdóttir
Gefjun frá Bjargshóli
Sportfákar/Fákaland Export
5,50
33
Jón Ársæll Bergmann
Diljá frá Bakkakoti
Ganghestar/Hamarsey
5,47
34
Eydís Ósk Sævarsdóttir
Selja frá Vorsabæ
Helgatún/Fákafar
5,33
35
Sigurbjörg Helgadóttir
Kóngur frá Korpu
Helgatún/Fákafar
5,30
36
Hrefna Sif Jónasdóttir
Hrund frá Hrafnsholti
Byko Selfoss
5,27
37
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir
Auðdís frá Traðarlandi
Sportfákar/Fákaland Export
5,20
38
Natalía Rán Leonsdóttir
Stjörnunótt frá Litlu-Gröf
Nettó
5,00
39
Sigurður Baldur Ríkharðsson
Trymbill frá Traðarlandi
Team TopReiter
4,97
40
Hildur Dís Árnadóttir
Hólmfríður frá Staðarhúsum
SS búvörur
4,80
41
Sveinn Sölvi Petersen
Krummi frá Fróni
Team Fisk Mos
4,77
42
Anna María Bjarnadóttir
Birkir frá Fjalli
Helgatún/Fákafar
4,53
43
Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir
Ísó frá Grafarkoti
SS búvörur
4,27
44
Sölvi Þór Oddrúnarson
Leikur frá Mosfellsbæ
Nettó
0,00
Commentaires