top of page
  • White Facebook Icon

Liðakeppni MDÆ 2025

  • gudbjorgannag
  • Apr 9
  • 1 min read

Það var virkilega gaman að fylgjast með liðakeppninni í vetur. Góður liðsandi og metnaður einkenndi liðin og var keppnin hörkuspennandi allt fram að síðasta móti.


Lið Kambs landaði tveimur liðssigrum, þ.e. í fjórganginum og í gæðingalist.

Lið Hrímnis landaði sigri í fimmganginum en töltið sigraði lið ISI-Pack.


Þegar kom að loka mótinu, þar sem keppt var í gæðingaskeiði og slaktaumatölti, náði lið ISI-Pack hinsvegar yfirhöndinni, en það sigraði liðaskjöldinn í báðum greinum og tryggði sér þar með einnig sigurinn í liðakeppni Meistaradeildar Líflands og æskunnar veturinn 2025.


Þess má einnig geta að liðið varði þar með sigur sinn í liðakeppninni síðustu þrjú árin þar á undan og hefur lið ISI-Pack því farið með sigur af hólmi í liðakeppninni fjögur ár í röð.


Lið ISI-Pack veturinn 2025 skipuðu þeir Gabríel Liljendal, Dagur Sigurðarson, Ragnar Snær Viðarsson og Róbert Darri Edwardsson og eru þeir svo sannarlega vel að sigrinum komnir.



Hér að neðan má sjá heildarstigasöfnun og niðurstöður liðakeppninnar veturinn 2025:




 
 
 

Comentarios


© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

bottom of page