Það styttist í fyrsta mót vetrarins og undirbúningur í fullum gangi á öllum vígstöðvum, hjá keppendum, aðstandendum og mótshöldurum.
Tíu lið taka þátt og fjórir knapar eru í hverju liði sem gerir í heildina 40 þátttakendur á aldrinum 13-17 ára. Fjöldi umsókna barst og því miður var ekki hægt að verða við óskum alla þeirra frambærilegu umsækjenda sem höfðu áhuga á að taka þátt í MLÆ í vetur. Hópurinn sem verður í deildinni er frábær blanda af reyndum knöpum og svo þeim óreyndari og yngri sem eru að sækja sér reynslu í virkilega krefjandi keppni.
Fréttir
Stjórnin er gríðarlega spennt að hefja tímabilið og helstu fréttir eru þær að LÍFLAND verður áfram aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar og ALENDIS.IS mun sýna beint frá öllum mótunum okkar! Það er því um að gera að fá sér áskrift hjá þeim til að horfa á sýningarnar ykkar eftirá og jafnvel eldri sýningar, til að læra af þeim og yfirfara ýmis atriði.
Liðin 10 sem taka þátt
Hér fyrir neðan má sjá liðin eins og þau eru skipuð. Liðsmenn þurfa að senda upplýsingar um lið á netfangið hilda.gardars@gmail.com. Gott væri ef einn liðsmaður tæki að sér að safna þessum upplýsingum saman og senda einn póst.
Nafn liðs
Nafn þjálfara
Mynd af liðinu saman
Mynd af þátttakendum, t.d. í keppni
Svör við spurningum, allir liðsmenn:
Nafn
Félag
Markmið
Mottó
Fyndnasti hestamaðurinn
Hvað verður þú að gera eftir 10 ár
Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Kolbrún Katla Halldórsdóttur Kolbrún Sif Sindradóttir Kristín Karlsdóttir | Herdís Björg Jóhannsdóttir Hildur Dís Árnadóttir Lilja Dögg Ágústsdóttir Þorbjörg Helga Sveinbjörnsdóttir |
Bjarki Ragnar Sveinbjörnsson Dagur Sigurðarson Embla Móey Guðmarsdóttir Friðrik Snær Friðriksson | Eydís Ósk Sævarsdóttir Kristín Eir Holaker Hauksdóttir Natalía Rán Leonsdóttir Sigurbjörg Helgadóttir |
Aðalbjörg Emma Maack Elva Rún Jónsdóttir Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Guðný Dís Jónsdóttir | Auður Karen Auðbjörnsdóttir Júlía Björg Gabaj Knudsen Svala Rún Stefánsdóttir Unnur Erla Ívarsdóttir |
Eva Kærnested Fanndís Helgadóttir Hekla Rán Hannesdóttir Selma Leifsdóttir | Jón Ársæll Bergmann Matthías Sigurðsson Ragnar Snær Viðarsson Sigurður Steingrímsson |
Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sara Dís Snorradóttir Sigrún Helga Halldórsdóttir | Glódís Líf Gunnarsdóttir Helena Rán Gunnarsdóttir Svandís Aitken Sævarsdóttir Þórgunnur Þórarinsdóttir |
Comments