top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Lilja Rún vann annað árið í röð

Cintamani gæðingalistin fór fram í reiðhöll Harðar í dag. Keppendur komu vel stemmdir, enda lék veðrið við okkur og einnig var inniaðstaða til upphitunar í Blíðubakkahúsinu sem gerði gæfumuninn fyrir knapana okkar. Við þökkum fólkinu í Blíðubakkahúsinu kærlega fyrir okkur.


Gæðingalistin er frábær grein og eins og sumir knaparnir sögðu, "við vorum eiginlega að keppa í þjálfun". Margar góðar sýningar sáust í Herði í dag og við erum stolt af keppendum okkar sem leggja mikla þjálfun og metnað í vinnu sína við hestana.


Niðurstöður dagsins er að finna hér fyrir neðan en í stuttu máli var það Lilja Rún Sigurjónsdóttir sem kom, sá og sigraði annað árið í röð á hryssunni snjöllu Sigð frá Syðri-Gegnishólum með glæsieinkunnina 7,37. Annar varð Ragnar Snær Viðarsson á Ása frá Hásæti með 7,20 og þriðja Svandís Aitken Sævarsdóttir á Huld frá Arabæ með 7.07.Lið Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar varð hlutskarpasta liðið í gæðingalistinni. F.v.: Guðný Dís, Elva Rún, Svandís og Helena Rán. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Stigahæsta liðið í gæðingalistinni varð lið Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar með 78 stig, í öðru sæti varð lið Hrímnis/Hest.is með 75 stig og í því þriðja varð lið Ragnheiðarstaða með 64 stig.


Dómskjölin verða birt um leið og þau eru tilbúin.
Tíu efstu knaparnir í Cintamani gæðingalistinni. Sigurvegarinn Lilja Rún með Sigð lengst til hægri. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.Heildarniðurstöður dagsins:

Sæti Keppandi Hestur Lið Heildareinkunn

1 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Sigð frá Syðri-Gegnishólum Kambur 7,37

2 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti Hrímnir/Hest.is 7,20

3 Svandís Aitken Sævarsdóttir Huld frá Arabæ Hofsstaðir/Ellert Skúlason 7,07

4 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II Hofsstaðir/Ellert Skúlason 7,03

5 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum Íshestar 6,97

6 Fanndís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum Ragnheiðarstaðir 6,87

7 Dagur Sigurðarson Leikur frá Vesturkoti Hrímnir/Hest.is 6,77

8 Matthías Sigurðsson Kostur frá Þúfu í Landeyjum Hrímnir/Hest.is 6,77

9 Elva Rún Jónsdóttir Fluga frá Garðabæ Hosstaðir/Ellert Skúlason 6,77

10 Kolbrún Sif Sindradóttir Hallsteinn frá Hólum Hestaval/Icewear 6,70

11 Kristín Eir Hauksdóttir Holaker Þytur frá Skáney Ragnheiðarstaðir 6,63

12 Eydís Ósk Sævarsdóttir Heiða frá Skúmsstöðum Ragnheiðarstaðir 6,53

13 Sigurbjörg Helgadóttir Kóngur frá Korpu Ragnheiðarstaðir 6,50

14 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal Íshestar 6,33

15 Helena Rán Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum Hofsstaðir/Ellert Skúlason 6,20

16 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Göldrun frá Hákoti Sólvangur 6,13

17 Sara Dís Snorradóttir Taktur frá Hrísdal Kambur 6,03

18 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsd. Þytur frá Stykkishólmi Hestaval/Icewear 5,97

19 Lilja Dögg Ágústsdóttir Magni frá Kaldbak Íshestar 5,90

20 Elsa Kristín Grétarsdóttir Flygill frá Sólvangi Sólvangur 5,83

21 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Salvör frá Efri-Hömrum Brjánsstaðir/Gröf 5,83

22 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ Top Reiter 5,80

23 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Erró frá Höfðaborg Top Reiter 5,63

24 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Vordís frá Vatnsenda Réttverk/Deloitte 5,60

25 Apríl Björk Þórisdóttir Sikill frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 5,50

26 Kristín Karlsdóttir Kontrabassi frá Laugavöllum Hestaval/Icewear 5,47

27 Hulda Ingadóttir Sævar frá Ytri-Skógum Brjánsstaðir/Gröf 5,33

28 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Aðgát frá Víðivöllum fremri Hrímnir/Hest.is 5,33

29 Róbert Darri Edwardsson Glámur frá Hafnarfirði Top Reiter 5,17

30 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Ísó frá Grafarkoti Íshestar 5,17

31 Unnur Rós Ármannsdóttir Ástríkur frá Hvammi Brjánsstaðir/Gröf 4,87

32 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Óðinn frá Hólum Réttverk/Deloitte 4,83

33 Andrea Óskarsdóttir Hermann frá Kópavogi Réttverk/Deloitte 4,77

34 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Elliði frá Hrísdal Brjánsstaðir/Gröf 4,77

35 Sigrún Helga Halldórsdóttir Gefjun frá Bjargshóli Kambur 4,47

36 Fríða Hildur Steinarsdóttir Silfurtoppur frá Kópavogi Sólvangur 4,37

37 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Afródíta frá Álfhólum Sólvangur 4,23

373 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page