Lokamót MDÆ Gæðingaskeið
- gudbjorgannag
- Apr 8
- 1 min read
Updated: Apr 9
Sunnudaginn 6 apríl s.l. fór fram lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar. Keppt var í tveimur greinum, gæðigaskeiði PP1 og slaktaumatölti T2. Mótið fór fram á félagssvæði Fáks í Víðidal og var veglega styrkt af Ingimari Baldvinssyni og IB á Selfossi. Þeir sem ekki áttu heimangengt áttu þess kost að horfa lokamótið í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Eiðfaxa TV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.
Hart var barist í báðum greinum enda til mikils að vinna. Í gæðingaskeiðinu var mjótt á munum á milli þeirra Dags Sigurðarsonar á Línu frá Þjóðólfshaga og Lilju Rúnar Sigurjónsdóttur á Heiðu frá Skák.
Eftir fyrri sprettinn var það Lilja sem hafði forustu en eftir seinni sprettinn varð ljóst að með sigur af hólmi færu þau Dagur og Lína, með einkunnina 7.29.
Í öðru sæti urðu þær Lilja og Heiða með einkunnina 7.21. Í þriðja sæti varð Róbert Darri Edwardsson á Máney frá Kanastöðum með einkunnina 6.13. Í fjórða sæti varð Kristín Rut Jónsdóttir á Hind frá Dverghamri með einkunnina 5.88 og í fimmta sæti urðu þær Camilla Dís Ívarsdóttir Sampsted og Vordís frá Vatnsenda með einkunnina 5.76.

Liðaplattann hlaut lið ISI-Pack en liðið hlaut samtals 82 stig.

Hér að neðan má sjá heildarniðurstöður í gæðingaskeiðinu:




Comments