top of page
  • White Facebook Icon

Lokamót MDÆ Slaktaumatölt

  • gudbjorgannag
  • Apr 9
  • 2 min read

Sunnudaginn 6 apríl s.l. fór fram lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar. Keppt var í tveimur greinum, gæðigaskeiði PP1 og slaktaumatölti T2. Mótið fór fram á félagssvæði Fáks í Víðidal og var veglega styrkt af Ingimari Baldvinssyni og IB á Selfossi. Þeir sem ekki áttu heimangengt áttu þess kost að horfa lokamótið í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Eiðfaxa TV, Sjónvarpi Símans og Vodafone.


Silli Kokkur sá um að elda hamborgara ofan í keppendur, starfsfólk og áhorfendur á milli atriða. Gunnhildur Ýrr kom og tók myndir af slaktaumatöltinu og verðlaunaafhendingum og þökkum við henni kærlega fyrir að gefa leyfi fyrir að birta þær hér á síðunni.


Í slaktaumatöltinu varð Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Arion frá Miklholti efst eftir forkeppni með einkunnina 7.13. Jakob Freyr Maagaard Ólafsson varð annar á Sólbirtu frá Miðkoti með einkunnina 6.77. Apríl Björg Þórisdóttir og Sikill frá Árbæjarhjáleigu II vermdu þriðja sætið með einkunnina 6.70. Í fjórða til fimmta sæti urðu þau Gabríel Liljendal Friðfinnsson á Þokka frá Egilsá og þær Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Askja frá Garðabæ, með einkunnina 6.53. Efst inn í B úrslit fór Bertha Liv Bergstað á Hólma frá Kaldbak með einkunnina 6.47.


Slaktaumatöltið er afar krefjandi grein bæði fyrir hross og knapa og lítið má út af bregða ef vel á að fara. Eftir afar harða baráttu urðu vendingar í A úrslitum frá forkeppni.


Jakob Freyr Maagaard Ólafsson og gæðingurinn Sólbirta frá Miðkoti skutu öllum ref fyrir rass með einstaklega örugga og vel útfærða sýningu. Sigruðu þau A úrslitin með einkunnina 7.08 og mega svo sannarlega ganga stolt frá borði. Lilja Rún og Arion áttu kröftuga sýningu sem landaði þeim öðru til þriðja sæti. Með þeim í öðru til þriðja sæti lentu Gabríel Liljendal og Þokki sem einnig áttu mjög flotta sýningu sem einkenndist af þjálni og yfirvegun, en bæði hlutu þau einkunnina 6.96. Varpað var hlutkesti og að því loknu voru það Lilja Rún og Arion sem fengu önnur verðlaun og Gabríel og Þokki þriðju verðlaun. Í fjórða sæti urðu Apríl Björk og Sikill með einkunina 6.88 og fimmta sæti vermdu þær Elísabet Líf og Askja með einkunnina 5.63.






Í B úrslitunum urðu einnig nokkrar vendingar en þau sigruðu vinirnir Dagur Sigurðarson og Glæsir frá Akranesi eftir mjög örugga og fallega sýningu. Í sjöunda sæti varð Loftur Breki Hauksson á Hetti frá Austurási. Í áttunda sæti varð Bryndís Anna Gunnarsdóttir á Dreyra frá Hjaltastöðum með einkunnina 6,42. Í níunda sæti varð Elva Rún Jónsdóttir á Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ með einkunnina 6,38 og í tíunda sæti varð Bertha Liv Bergstað með einkunnina 5.38.





Liðaplattann í slaktaumatöltinu hlaut lið ISI-Pack með 73,5 stig, en liðið skipa þeir Gabríel Liljendal, Dagur Sigurðsson, Ragnar Snær Viðarsson og Róbert Darri Edwardsson.




Hér að neðan má sjá heildarniðurstöður í slaktaumatöltinu:










 
 
 

Comentários


© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

bottom of page