top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Klettsmótið - PP1 & T2

Ótrúlegt en satt! Það er komið að lokamótinu okkar um næstu helgi, því sunnudaginn 3. apríl fer fram keppni í gæðingaskeiði (PP1) og slaktaumatölti (T2). Sem fyrr er það hestamannafélagið Fákur sem býður heim í Víðidalinn í Reykjavík.


Úr reglum MLÆ (sjá nánar hér):

Í gæðingaskeiði og T2 keppir a.m.k. einn knapi úr hverju liði í hvorri grein. Aðrir knapar velja í hvorri keppnisgreininni þeir keppa. Allir liðsmenn keppa því annaðhvort í gæðingaskeiði eða T2. Kjósi 3 knapar í liði að keppa í annarri keppnisgreininni, gildir þó aðeins árangur tveggja efstu knapa liðsins til stiga í þeirri keppnisgrein við útreikning á heildarstigasöfnun liðsins.


Gæðingaskeiðið mun fara fram á kynbótabrautinni fyrir neðan félagsheimilið. Þar hefur verið keppt í gæðingaskeiði síðustu árin á Reykjavíkurmeistaramótinu og lukkast vel. Brautin verður merkt og tilbúin til æfinga miðvikudaginn 30. mars kl. 13:00 en þá verður búið að ganga úr skugga um að brautin sé tilbúin til notkunar og yfirdómari verður búinn að merkja brautina eins og lög og reglur gera ráð fyrir, hvað varðar löglega braut fyrir gæðingaskeið.


Myndin sýnir gæðingaskeiðsbraut og er tekin úr lögum og reglum FEIF.


Grein 8.8.19.3 úr lögum og reglum LH um gæðingaskeið, lýsing:

Um leið og rásflaggi er lyft, skal hestur fara af stað á feti, brokki eða tölti, í góðu jafnvægi að trektinni. Hestur telst vera kominn yfir í nýjan kafla, þegar fremsti partur hestsins fer yfir marklínu á milli tveggja kafla. Þegar hesturinn er kominn inn í trektina, skal hann skipta yfir á stökk af feti, tölti eða brokki. Til að fá háar einkunnir, skal hesturinn framkvæma verkefnið eins og því er lýst að framan og stökkva á kraftmiklu stökki í gegnum alla 25m trektina áður en hesturinn er tekinn niður á skeið.


Á milli 25 m línu og 50 m ráslínu (byrjun tímatökukafla) skal tekið niður á skeið. Þegar farið er yfir 50 m ráslínuna hefst tímataka við sýnilegt merki. Á milli 150 m marklínu (endir tímatökukafla) og 200 m endalínu þ.e. á niðurhægingarkafla skal hesturinn hægður niður á tölt, brokk eða fet. Til að fá háar einkunnir þarf hesturinn að vera kominn niður á fet fyrir 200 m endalínu. Við upphaf vallarins (að 25 metra marklínunni) skal vera greinilega mörkuð trekt eins og sjá má á teikningu.


Meðaltal einkunna tveggja spretta ræður lokaröðun. Séu fleiri en einn með jafnar einkunnir í fyrsta sæti ráða einkunnir dómara sætaröðun (þ.e. ekki tími) (þetta á ekki bara við um efsta sæti heldur skal knöpum neðar einnig raðað eftir þessari reglu). Séu einkunnir jafnar er riðinn einn aukasprettur og eftir að dómarar hafa fengið að vita tíma hestanna skulu þeir sýna röðun þar sem einungis má sýna fyrsta sætið einu sinni.


Sennilega þarf minna að segja um slaktaumatöltið, sú keppnisgrein fer fram inni í TM höllinni eins og hinar greinarnar í vetur.


Skráning fer fram í gegnum SportFeng og gerum við ráð fyrir að allir skrái sig þar á tilsettum tíma, en skráningarfrestur rennur út á miðnætti föstudagskvöldið 1. apríl. Mótið er nr. IS2022FAK096.


Yfirdómari er til taks ef einhverjar spurningar vakna um framkvæmd keppni eða önnur praktísk atriði sem snúa að keppninni.


Stjórn MLÆ

Helga Björg Hilda Karen

Jóna Dís

Siggi Ævarss

184 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page