top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Lokamótið á sunnudag

Lokamót deildarinnar okkar verður á sunnudaginn kemur, þann 25. apríl og eins og allir vita eru keppnisgreinarnar slaktaumatölt T2 og gæðingaskeið PP1. Opið er fyrir skráningar á Sportfeng til miðnættis á föstudag.


Gæðingaskeiðið verður á kynbótabrautinni fyrir neðan félagsheimili Fáks og það er búið að merkja brautina. Slaktaumatöltið verður í TM-höllinni. Nánari dagskrá skýrist á næstunni en planið er að byrjað verði á gæðingaskeiðinu fyrir hádegi, svo hádegishlé og síðan T2 og verðlaunaafhending.


Keppnisreglur í gæðingaskeiði er að finna í lögum og reglum LH og það er nauðsynlegt fyrir ykkur að kunna þær vel. Kaflann er að finna á bls. 90 í reglunum, ásamt skýringamyndinni sem sýnir brautina.


Við bendum líka á reglur Meistaradeildar Líflands og æskunnar um lokamótið, sem er aðeins öðruvísi í framkvæmd hvað varðar liðakeppnina þar sem kemur fram að liðsmenn skipta sér á greinarnar tvær sem keppt er í.

Sjá kafla 1.4:

1.4 Liðin eru 11 með 4 knöpum hvert, allir knapar skulu keppa í hverri grein, en aðeins einkunnir þriggja efstu knapa telja til stiga. Í gæðingaskeiði og T2 keppir a.m.k. einn knapi úr hverju liði í hvorri grein. Aðrir knapar velja í hvorri keppnisgreininni þeir keppa. Allir liðsmenn keppa því annaðhvort í gæðingaskeiði eða T2. Kjósi 3 knapar í liði að keppa í annarri keppnisgreininni, gildir þó aðeins árangur tveggja efstu knapa liðsins til stiga í þeirri keppnisgrein við útreikning á heildarstigasöfnun liðsins.


Mynd: Konráð Valur Sveinsson skeiðknapi með meiru og heimsmeistari í 100m skeiði 2019 á Losta frá Ekru.158 views0 comments

Comments


bottom of page