top of page
  • White Facebook Icon

Niðurstöður í Meistaradeild Líflands og Æskunnar.

  • gudbjorgannag
  • Feb 25
  • 1 min read

Updated: Feb 26

Meistaradeild Líflands og Æskunnar fer vel af stað og er gaman að sjá hvað allir koma vel undirbúnir til leiks, vel hestaðir og prúðbúnir.


Fyrsta mót ársins var Kletts fjórgangurinn þar sem Lilja Rún Sigurjónsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á hestinum Garra frá Bessastöðum með einkunina 7.23, saman í 2-3 sæti voru þau Eik Elvarsdóttir á Sölku frá Hólateig og Gabríel Liljendal Friðfinnsson á Ólsen frá Egilsá með 7,17. Í fjórða sæti var Ragnar Snær Viðarsson og Ási frá Hásæti með 7.00 og í því fimmta Bertha Liv Bergstað á Hólma frá Kaldbak me 6.60. Liðaskjöldinn hlaut lið Kambs með 77 stig. Lið Kambs skipa Eik Elvarsdóttir - Lilja Rún Sigurjónsdóttir - Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Elísabet Vaka Guðmundsdóttir.


Annað mótið fór fram sunnudaginn 23 febrúar og var það Fimmgangur sem styrkt var af Toyota á Selfossi. Lilja Rún endurtók leikinn og vann fimmganginn á hestinum Bjarti frá Finnastöðum með einkunina 6.60. Í öðru sæti var Hjördís Halla Þórarinsdóttir á Fák frá Oddhóli með 6.52, þriðju urðu Dagur Sigurðarson og Pabbastelpa frá Ásmundarstöðum 3 með 6.40, fjórðu Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Elsa frá Skógskoti með 6.21 og fimmtu þau Jóhanna SIgurlilja Sigurðardóttir og Gustur frá Efri-Þverá með 5.71 Liðaskjöldin hlaut lið Hrímnis með 73 stig en það lið skipa: Kristín Rut Jónsdóttir - Elva Rún Jónsdóttir - Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir.


Niðurstöður í einstaklingskeppni:


Niðurstöður Liðakeppni:


 
 
 

Comments


© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

bottom of page