Niðurstöður úr Útilífstöltinu
- gudbjorgannag
- Mar 26
- 3 min read
Útilífstöltið fór fram í Lýsishöllinni í Fáki sunnudaginn 23. mars. Um næst síðasta mótið var að ræða og var keppnin hröð og spennandi.
Eftir forkeppnina stóð efst Lilja Rún Sigurjónsdóttir á Arion frá Miklholti með einkunnina 6,67 og í 2-3 sæti urðu þau Ragnar Snær Viðarsson á Ása frá Hásæti og Apríl Björk Þórisdóttir á Lilju frá Kvistum, bæði með einkunnina 6,57. Í fjórða sæti var Álfheiður Þóra Ágústsdóttir á Óskamey frá Íbishóli með einkunnina 6,50 og í fimmta sæti var Elva Rún Jónsdóttir á straumi frá Hofsstöðum með einkunnina 6,37.
Eftir æsispennandi og gífurlega jafna keppni í A úrslitunum urðu vendingar og með sigur af hólmi fóru þau Elva Rún og Straumur með einkunnina 7,17. Annað sætið tóku Apríl Björk og Lilja með einkunnina, Ragnar Snær og Ási höfnuðu í 3 sæti og Lilja Rún og Arion í því fjórða, en öll þrjú hlutu þau einkunnina 6,89. Í fimmta sæti urðu þær Álfheiður Þóra og Óskamey með einkunnina 6,83.
Það var einnig barist hart í B-úrslitunum en þau sigraði að lokum Dagur Sigurðarson á Gróu frá Þjóðólfshaga 1 með einkunnina 6,94.
Liðaplattann að þessu sinni hlaut lið ISI-Pack, skipað þeim Ragnari Snæ Viðarssyni, Degi Sigurðssyni, Gabríel Liljendal Friðfinnssyni og Róberti Darra Edwarssyni.
Næsta og jafnframt síðasta mót vetrarins verður haldið sunnudaginn 6 apríl í Lýsishöllinni, þar sem keppt verður í tveimur greinum, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.
Heildar úrslit:
1 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 7,17
2-4 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti 6,89
2-4 Apríl Björk Þórisdóttir Lilja frá Kvistum 6,89
2-4 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 6,89
5 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir Óskamey frá Íbishóli 6,83
6 Dagur Sigurðarson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 6,94
7 Elsa Kristín Grétarsdóttir Arnar frá Sólvangi 6,83
8 Róbert Darri Edwardsson Rökkvi frá Hólaborg 6,61
9 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Fenrir frá Kvistum 6,56
10 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,50
Forkeppni
1 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti 6,67
2-3 Apríl Björk Þórisdóttir Lilja frá Kvistum 6,57
2-3 Ragnar Snær Viðarsson Ási frá Hásæti 6,57
4 Álfheiður Þóra Ágústsdóttir Óskamey frá Íbishóli 6,50
5 Elva Rún Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,37
6-7 Elsa Kristín Grétarsdóttir Arnar frá Sólvangi 6,30
6-7 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Fenrir frá Kvistum 6,30
8 Róbert Darri Edwardsson Rökkvi frá Hólaborg 6,27
9 Hjördís Halla Þórarinsdóttir Flipi frá Bergsstöðum Vatnsnesi 6,13
10-11 Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir Radíus frá Hofsstöðum 6,10
10-11 Dagur Sigurðarson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 6,10
12-14 Fríða Hildur Steinarsdóttir Hrynjandi frá Hrísdal 6,07
12-14 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Þokki frá Egilsá 6,07
12-14 Elísabet Vaka Guðmundsdóttir Birta frá Bakkakoti 6,07
15 Bertha Liv Bergstað Hólmi frá Kaldbak 5,97
16 Loftur Breki Hauksson Fannar frá Blönduósi 5,93
17-18 Árný Sara Hinriksdóttir Moli frá Aðalbóli 1 5,87
17-18 Jakob Freyr Maagaard Ólafsson Djörfung frá Miðkoti 5,87
19-20 Eik Elvarsdóttir Krafla frá Vík í Mýrdal 5,83
19-20 Hákon Þór Kristinsson Döggin frá Eystra-Fróðholti 5,83
21 Kári Sveinbjörnsson Nýey frá Feti 5,80
22 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Kjalar frá Völlum 5,77
23-25 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir Áhugi frá Ytra-Dalsgerði 5,73
23-25 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Ísar frá Skáney 5,73
23-25 Ída Mekkín Hlynsdóttir Myrkvi frá Vindási 5,73
26 Bryndís Anna Gunnarsdóttir Dreyri frá Hjaltastöðum 5,63
27-29 Ragnar Dagur Jóhannsson Alúð frá Lundum II 5,57
27-29 Ísabella Helga Játvarðsdóttir Sigurrós frá Þjóðólfshaga I 5,57
27-29 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir Díva frá Bakkakoti 5,57
30 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Askur frá Eystri-Hól 5,37
31-32 Viktor Óli Helgason Hreimur frá Stuðlum 5,33
31-32 Kristín Rut Jónsdóttir Fluga frá Garðabæ 5,33
33 Íris Thelma Halldórsdóttir Skuggi frá Austurey 2 5,30
34-35 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Bjarmi frá Akureyri 5,27
34-35 Unnur Rós Ármannsdóttir Ástríkur frá Hvammi 5,27
36 Ásthildur Viktoría Sigurvinsdóttir Sigurey frá Flekkudal 5,20
37 Elísabet Benediktsdóttir Glanni frá Hofi 5,10
38 Vigdís Anna Hjaltadóttir Árvakur frá Minni-Borg 5,00
Eftir Útilífstöltið er mjög mjótt á munum hjá efstu þremur liðunum. Það er lið ISI-Pack sem leiðir liðakeppnina með 282 stig. Fast á hæla þess í öðru sæti er lið Kambs með 277,5 og einungis einu stigi á eftir fylgir lið Hrímnis í þriðja sæti með 276,5. Það er því ljóst að það verður æsispennandi að fylgjast með loka mótinu þar sem allt getur gerst. Heildarstöðuna má sjá hér að neðan:

Eftir Útilífstöltið heldur Lilja Rún Sigurjónsdóttir forustu sinni og vermir efsta sætið með 44,3 stig. Hins vegar er mjótt á munum á milli annars og þriðja sætis, en Ragnar Snær Viðarsson situr í öðru sæti með 21,3 stig og Gabríel Liljendal Friðfinnsson nartar í hæla Ragnars, en hann skipar þriðja sæti með 21,0 stig.
Heildarstöðuna í einstaklingskeppninni má sjá hér að neðan:

Við vorum svo heppin að fá hana Gunnhildi Ýrr í heimsókn í Útilífstöltið og tók hún fjölda frábærra mynda:
Comments