top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Nokkrir punktar frá yfirdómara

Sæl öll og takk fyrir góð mót í Gæðingafimi og Tölti T1, þið voruð frábær í þessu og sýningarnar magnaðar. Nokkuð langur dagur samt í fiminni. Gæðingafimi er í mótun og er komin til að vera, vonandi verða haldin opin mót í félögunum svo þið getið nýtt ykkur uppsetninguna á ykkar verkefnum.


Töltið kom mjög vel út, flottar sýningar en þið verðið að passa hraða á hægu tölti það var of algengt að það væri riðið að efstu mörkum, en enn og aftur skoðið sýningarnar í Alendis með þjálfurunum ykkar, það var virkilega gaman að heyra í krökkum sem höfðu skoðað eitt eða jafnvel tvö ár aftur í tímann og sáu framfarir á milli ára, og virkilega nota þetta frábæra dæmi sem Alendis er til að læra af og bæta sig.


Markmið deildarinnar er að gefa krökkum tækifæri til að ríða ein, setja upp prógramm og læra sem mest af þessari keppni, nokkurs konar íþróttalegt uppeldi, því að íþróttamaður lærir mest af því sem hann gerir í keppni, skoðar undirbúninginn, allan ferilinn að keppninni og svo keppnina sjálfa með gagnrýnum augum og „spottar“ út "hvar get ég bætt mig".


Það er einlæg von okkar að þjálfarar og forráðamenn þessara íþróttakrakka, sem virkilega eru að standa sig vel og ekkert nema jákvæð samskipti við, að þau séu á sama vagni. Umræða sem hefst á „það eru allir að tala um þetta“ er ekki vænleg frá þjálfara eða forráðamönnum, svona gildishlaðin orðtök dæma sig alveg út í horn og ættu ekki að heyrast nema að því fylgi rök.


Enn og aftur skoðið sýningarnar og ræðum svo málin ef eitthvað vantar uppá. Það er ekki uppbyggilegt og ekki í anda deildarinnar að heyra t.d að dómarar hafi hækkað sig svo mikið eða ekki sé eins tekið á öllum o.fl. Þetta kemur frá fólki sem ekki hefur séð sýningarnar og er náttúrulega algjörlega sjálfmiðað. Höfum umræðuna á faglegun nótum fyrir íþróttamenn framtíðarinnar.


Siggi Ævarss

101 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page