• Hilda Karen

Opið fyrir umsóknir 2021

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í fimmta sinn veturinn 2021.

Þeir knapar sem fæddir eru árið 2003 til 2008 hafa þátttökurétt í deildinni (elsti árgangur í barnaflokki og sá yngsti í ungmennaflokki árið 2021).


Áhugasamir knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri ársins 2020. Allir sækja um sem einstaklingar og þátttakendur velja sig sjálfir saman í lið.


Hvert lið skipar fjóra knapa og keppa þeir allir á öllum mótum vetrarins en þrír efstu liðsmennirnir telja til stiga, nema á síðasta mótinu, þar telja stig allra knapa.

Keppt verður í: fjórgangi V1, fimmgangi F1, tölti T1, gæðingafimi, slaktaumatölti T2 og flugkeiði PP1.


Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2020 og skal senda umsóknir og keppnisárangur 2020 á netfangið: jonadisbraga@gmail.com


Reglur deildarinnar verða kynntar vel á fundi allra þátttakenda og aðstandenda í haust og þar verða einnig öll liðin kynnt til leiks. Dagsetningar og staðsetning móta verður auglýst síðar.


Stjórn Meistaradeildar Líflands & æskunnar

83 views

© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

  • White Facebook Icon
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now