top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Pælingar eftir fimmganginn

Að loknum fimmgangi í deildinni koma upp í hugann nokkrar pælingar.

Það er til dæmis alltof algengt að þið séuð að tapa 1-2 í einkunn af gangtegund í gangskiptingum, sem er dýrt í endann. Einnig fannst okkur

dómurum dálítið mikið um að það væru harðar stangir og þar af leiðandi

ekki nógu gott samspil knapa og hests. Við hvetjum ykkur til að skoða sýningar ykkar vel í Alendis, helst með þjálfurunum ykkar, því þar sést þetta allt mjög vel. Skoðið líka vel það sem stórvel gert hjá ykkur. Það er alls ekki einfalt að ríða F1 og í rauninni var mótið í heild sinni ótrúlega gott.


Eins og áður hefur komið fram fer Gæðingalistin fram í Herði og

keppt verður á stigi 2. Allar reglur og æfingar er að finna inná vefnum okkar hér, og einnig inná vef LH. Það er nauðsynlegt að huga að uppsetningu síns atriðis í tíma og æfa vel. Svo

verður gæðingaskeiðið vonandi á skeiðbrautinni í Fáki ef aðstæður utanhúss verða orðnar góðar.


Meistaradeild Æskunnar byggir á að gefa knöpum kost á að ríða meistraprógrömm og æfa sig í að setja upp sýningar sjálf og reiðmennskan er í forgrunni alls. Það er klárt að góð reiðmennska skilar mestum árangri. Ábyrgð þjálfara og forráðamanna er mikil í að

koma því til skila til keppendanna.


Dómarahópurinn er mjög samstilltur og reynslumikð fólk í bland við mjög efnilega dómara sem eru að byrja sinn feril.


Umgjörð og skipulag er frábært, tímasetningar, þula- og tölvumál hjá þeim Helgu, Hildu og Jónu er eins gott og hægt er. Svo er komið flott „kaffihús“ hjá Hilmari, þar sem er hægt að setjast niður og spjalla og spá.


Byggjum upp jákvæða og uppbyggjandi umræðu sem skilar jákvæðri upplifun fyrir keppendurna sem eru íþróttamenn að byggja upp sinn feril. Munum hvað hann Þorgrímur

Þráinsson sagði í fyrirlestrinum: Þið eruð að skrifa ykkar sögu alltaf með orðum og gjörðum.


Þjálfarar & forráðamenn: verum fyrirmyndirnar sem við eigum að vera og þið krakkar haldið áfram að vera svona frábær, þróa ykkur sem íþróttamenn, njóta og læra á hverjum degi.


Kv,

Siggi Ævars

97 views0 comments

Comments


bottom of page