top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Ragnar Snær sigurvegari deildarinnar – Sigurbjörg og Matthías unnu

Það er óhætt að segja að lokamót Meistaradeildar Líflands og æskunnar hafi verið skemmtilegt og spennandi. Á mótinu var keppt í tveimur greinum og því fullt af stigum í pottinum fyrir bæðin liðin og einstaklingana í stigasöfnuninni. En það þarf að spyrja að leikslokum og að báðum greinum loknum lágu niðurstöður fyrir á Klettsmótinu.


Gæðingaskeiðið fór fram á skeiðbrautinni fyrir neðan félagsheimili Fáks. Frábær grein, tæknileg og erfið og keppendur sýndu snilldartakta margir hverjir. Að loknum 34 sprettum stóð Sigurbjörg Helgadóttir, liði Ragnheiðarstaða, á Hörpurós frá Helgatúni uppi sem sigurvegari með einkunnina 6,38. Annar varð nýliðinn Róbert Darri Edwardsson, liði Top Reiter, á Máneyju frá Kanastöðum með 6,25 og þriðja Þorbjörg Helga Sveinbjörnsdóttir á Áróru frá Seljabrekku með 5,79.Sigurbjörg Helgadóttir fer sigursprettinn í gæðingaskeiðinu. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.Tíu efstu í gæðingaskeiðinu. Sigurvegarinn Sigurbjörg l.t.h. og við hlið hennar stendur Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir sölu- og markaðsstjóri Líflands. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Eftir gott hádegishlé og „börger“ frá Gastro Truck var haldið áfram og komið að slaktaumatöltinu inni í TM-höllinni. 23 knapar voru á ráslista og sterk keppnin gekk firnavel.


Eftir forkeppnina var Matthías Sigurðsson, liði Hrímnis/Hest.is, á Dýra frá Hrafnkelsstöðum I efstur með 7,47 og önnur Sara Dís Snorradóttir, liði Kambs, á Eldeyju frá Hafnarfirði með 7,10. B-úrslitin voru glæsileg, enda var þetta geysisterk keppni knapa í fremstu röð í sínum flokki (13-17 ára). Sigurvegari þeirra varð Lilja Rún Sigurjónsdóttir, liði Kambs, á Arion frá Miklholti með 7,00. Önnur í þeim úrslitum varð Kolbrún Sif Sindradóttir, liði Hestavals/Icewear, á Byl frá Kirkjubæ með 6,58, þriðja Fanndís Helgadóttir, liði Ragnheiðarstaða, og Ötull frá Narfastöðum með 6,21, fjórða Þórhildur Lotta Kjartansdóttir, liði Sólvangs, á Göldrun frá Hákoti með 6,12 og fimmta Elísabet Líf Sigvaldadóttir, liði Top Reiter, á Öskju frá Garðabæ með 5,12.Lilja Rún Sigurjónsdóttir sátt að loknum B-úrslitum á gráa gæðingnum Arion. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir sölu- og markaðsstjóri Líflands afhenti verðlaunin. Rauða hestinn Byl situr Kolbrún Sif Sindradóttir og við hlið hennar er Fanndís Helgadóttir. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Matthías og Dýri unnu sannfærandi sigur í slaktaumatöltinu. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Það er skemmst frá því að segja að Matthías var ekkert á því að gefa toppsætið eftir og endaði uppi sem sigurvegari og jók heldur forskot sitt á toppnum en þeir Dýri hlutu að lokum 7,87 í einkunn. Sara Dís hélt sömuleiðis sínu sæti og endaði með 7,38 á Eldeyju. Þriðji varð Ragnar Snær Viðarsson, liði Hrímnis/Hest.is, á Polku frá Tvennu með 7,08, fjórða varð Guðný Dís Jónsdóttir, liði Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar, á Gusti frá Miðhúsum með 6,92 og fimmta varð Eydís Ósk Sævarsdóttir, liði Ragnheiðarstaða, á Blakki frá Traðarholti með 6,58.


Stigahæsta liðið í gæðingaskeiðinu varð lið Ragnheiðarstaða og í slaktaumatöltinu varð lið Hrímnis/Hest.is hlutskarpast.
Niðurstöður Klettsmótsins:

Gæðingaskeið PP1

Sæti Knapi Hross Félag Lið Eink,

1 Sigurbjörg Helgadóttir Hörpurós frá Helgatúni Fákur Ragnheiðarstaðir 6,38

2 Róbert Darri Edwardsson Máney frá Kanastöðum Geysir Top Reiter 6,25

3 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Áróra frá Seljabrekku Sprettur Íshestar 5,79

4 Sigrún Helga Halldórsdóttir Jasmín frá Hæli Fákur Kambur 5,13

5 Dagur Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk Geysir Hrímnir/Hest.is 3,88

6 Kristín Eir Hauksdóttir Holaker Bragi frá Skáney Borgfirðingur Ragnheiðarstaðir 3,58

7 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Björk frá Barkarstöðum Sprettur Hrímnir/Hest.is 3,46

8 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Hnokki frá Reykhólum Snæfellingur Hestaval/Icewear 3,46

9 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Elliði frá Hrísdal Sörli Brjánsstaðir/Gröf 3,38

10 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Gnýr frá Gunnarsholti Sprettur Brjánsstaðir/Gröf 3,29

11 Helena Rán Gunnarsdóttir Gyðja frá Læk Máni Hofsstaðir/Ellert Skúlason 3,17

12 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snædís frá Forsæti II Sprettur Íshestar 2,83

13 Andrea Óskarsdóttir Hvanndal frá Oddhóli Fákur Réttverk/Deloitte 2,08

14 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Halastjarna frá Heimahaga Fákur Sólvangur 1,54

15 Elsa Kristín Grétarsdóttir Rönd frá Ásmúla Sleipnir Sólvangur 1,00

16 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Frigg frá Hólum Fákur Réttverk/Deloitte 0,42

17 Elva Rún Jónsdóttir Þota frá Vindási Sprettur Hofsstaðir/Ellert Skúlason 0,00


Slaktaumatölt T2

Forkeppni

Sæti Knapi Hross Félag Lið Einkunn

1 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 Fákur Hrímnir/Hest.is 7,47

2 Sara Dís Snorradóttir Eldey frá Hafnarfirði Sörli Kambur 7,10

3 Guðný Dís Jónsdóttir Gustur frá Miðhúsum Sprettur Hofsstaðir/Ellert Skúlason 6,97

4 Ragnar Snær Viðarsson Polka frá Tvennu Fákur Hrímnir/Hest.is 6,87

5 Eydís Ósk Sævarsdóttir Blakkur frá Traðarholti Hörður Ragnheiðarstaðir 6,77

6 Fanndís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum Sörli Ragnheiðarstaðir 6,67

7 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Göldrun frá Hákoti Geysir Sólvangur 6,60

8 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ Sörli Hestaval/Icewear 6,57

9 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ Geysir Top Reiter 6,17

10 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Fákur Kambur 5,77

11 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Loftur frá Traðarlandi Sprettur Kambur 5,73

12 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal Sleipnir Íshestar 5,67

13 Lilja Dögg Ágústsdóttir Kolvin frá Langholtsparti Geysir Íshestar 5,60

14 Fríða Hildur Steinarsdóttir Hilda frá Oddhóli Geysir Sólvangur 5,43

15 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Hervar frá Snartartungu Borgfirðingur Hestaval/Icewear 5,23

16 Kristín María Kristjánsdóttir Leiftur frá Einiholti 2 Sleipnir Réttverk/Deloitte 5,17

17 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Erró frá Höfðaborg Fákur Top Reiter 4,93

18 Hulda Ingadóttir Sævar frá Ytri-Skógum Sprettur Brjánsstaðir/Gröf 4,77

19 Apríl Björk Þórisdóttir Bruni frá Varmá Sprettur Top Reiter 4,67

20 Unnur Rós Ármannsdóttir Ástríkur frá Hvammi Háfeti Brjánsstaðir/Gröf 4,63

21 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Drift frá Strandarhöfði Fákur Réttverk/Deloitte 4,17

22 Kristín Karlsdóttir Frú Lauga frá Laugavöllum Fákur Hestaval/Icewear 3,93

23 Svandís Aitken Sævarsdóttir Huld frá Arabæ Sleipnir Hofsstaðir/Ellert Skúlason 0,00


B úrslit

Sæti Knapi Hross Félag Lið Einkunn

6 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Fákur Kambur 7,00

7 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ Sörli Hestaval/Icewear 6,58

8 Fanndís Helgadóttir Ötull frá Narfastöðum Sörli Ragnheiðarstaðir 6,21

9 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Göldrun frá Hákoti Geysir Sólvangur 6,12

10 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Askja frá Garðabæ Geysir Top Reiter 5,12


A úrslit

Sæti Knapi Hross Félag Lið Einkunn

1 Matthías Sigurðsson Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 Fákur Hrímnir/Hest.is 7,75

2 Sara Dís Snorradóttir Eldey frá Hafnarfirði Sörli Kambur 7,38

3 Ragnar Snær Viðarsson Polka frá Tvennu Fákur Hrímnir/Hest.is 7,08

4 Guðný Dís Jónsdóttir Gustur frá Miðhúsum Sprettur Hofsstaðir/Ellert Skúlason 6,92

5 Eydís Ósk Sævarsdóttir Blakkur frá Traðarholti Hörður Ragnheiðarstaðir 6,58

Eftir að báðum greinum var lokið var auðvitað komin niðurstaða í stigasöfnun vetrarins. Fyrst er að segja frá því að stigahæsta liðið í gæðingaskeiðinu varð lið Ragnheiðarstaða og stigahæsta liðið í slaktaumatöltinu varð lið Hrímnis/Hest.is.Ingibjörg Ásta ásamt stigahæsta knapa vetrarins, Ragnari Snæ Viðarssyni. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Stigahæsti knapi vetrarins varð Ragnar Snær Viðarsson í Fáki og liði Hrímnis/Hest.is, með 40,5 stig. Í öðru sæti varð Matthías Sigurðsson í Fáki og sömuleiðis í liði Hrímnis/Hest.is með 38 stig og þriðja varð Guðný Dís Jónsdóttir í Spretti og liði Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar með 36 stig.
Lið Hrímnis/Hest.is varð stigahæsta lið vetrarins. Mynd: Ólafur Ingi Ólafsson.


Stigasöfnun liða var einnig mjög spennandi og á endanum stóð lið Hrímnis/Hest.is uppi sem sigurvegari vetrarins með 351,5 stig, í öðru sæti lið Hofsstaða/Ellerts Skúlasonar með 324,5 stig og þriðja liðið varð lið Ragnheiðarstaða með 276,5 stig.

Dómarar deildarinnar gefa knöpum stig á hverju móti fyrir framúrskarandi reiðmennsku. Á lokamótinu eru svo stigin tekin saman og hlýtur einn knapi sérstök reiðmennskuverðlaun vetrarins. Að þessu sinni komu þau í hlut Matthíasar Sigurðssonar.

Stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar þakkar keppendum, aðstandendum, styrktaraðilum, Fáki og öllum sjálfboðaliðunum kærlega fyrir veturinn. Samvinnan á milli þessara hópa hefur gengið frábærlega. Það eru forréttindi að fá að sjá ungu knapana okkar eflast og styrkjast í sinni reiðmennsku frá móti til móts og nú þegar reynsla er komin á deildina er gaman að heyra frá knöpum hversu mikilvæg hún er og hve mikið hún gerir fyrir þeirra reiðmennsku og viðhorf til hestaíþróttarinnar. Við hlökkum til að fylgjast með þessu efnilega íþróttafólki á mótum sumarsins, því framtíðin er björt..


Þangað til næst!


Stjórn MLÆ

Helga Björg Hilda Karen

Jóna Dís

Siggi Ævars
302 views0 comments

Recent Posts

See All

댓글


bottom of page