top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Sýnikennsla með Þórdísi Erlu

Það verður sýnikennsla fyrir keppendur Meistaradeildar Líflands og æskunnar næsta laugardag 25. janúar á Grænhóli í Ölfusi. Þórdís Erla Gunnarsdóttir reiðkennari, sýnandi, keppandi og hrossaræktandi, mun sýna okkur listir sínar með áherslu á keppni í fjórgangi. Eftir sýnikennsluna munu íþróttadómarar fara yfir sína hlið á fjórgangskeppni og léttar veitingar verða í boði.

Sýnikennslan hefst kl. 11 og við gerum ráð fyrir að sjá ykkur öll á Grænhóli!


Stjórnin


2 views0 comments

Comentarios


bottom of page