top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Staðan í stigakeppninni

Updated: Mar 10, 2020

Það er alltaf gaman að spá í tölur og formúlur og nú birtum við í fyrsta sinn stöðuna bæði í einstaklings- og liðakeppninni.


ATH: leiðrétt frétt. Fyrst voru birtar gamlar myndir af stigatöflum og biðst fréttaritari velvirðingar á þeim mistökum.


Þegar þið skoðið myndirnar munið að hafa í huga að í liðakeppninni gilda skv. reglum deildarinnar, aðeins stig þriggja efstu keppenda hvers liðs. Alls fá 30 efstu keppendur í hverri grein stig fyrir sitt lið, efsti knapi fær 30 stig, næsti 29 og svo koll af kolli þangað til sá 30. fær 1 stig. Athugið líka að ef knapar eru jafnir þá skipta þeir á milli sín stigunum í þeim sætum.


Í einstaklingskeppninni fá tíu efstu keppendur stig. Sá efsti 12, næsti 10, þarnæsti 8 og svo koll af kolli niður í 1 stig.

Staðan í einstaklingskeppninni eftir tvær greinar; fjórgang og fimmgang.


Staðan í liðakeppninni eftir tvær greinar; fjórgang og fimmgang.

237 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page