Vetrarstarf Meistaradeildar Líflands og æskunnar hófst í kvöld með kynningu á þátttökureglum og dagskrá vetrarins auk frábærs fyrirlesturs Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara í handbolta um leiðina að betri árangri.
Frábær mæting var á fyrirlesturinn og augljóst er að þátttakendur og aðstandendur hafa mikinn metnað fyrir þátttöku í deildinni sem gerir verkefnin og mótin framundan gríðarlega spennandi!
Comments