top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Tökum það góða frá 2020

Stjórn Meistaradeildar æskunnar & Líflands óskar þátttakendum, forráðamönnum og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.


Árið sem við kveðjum hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir alla og allt samfélagið okkar og á tíma virtust vera hindranir alls staðar til að stökkva yfir.


Nú þegar fer að birta til, sjáum við að erfiðleikarnir hafa kennt okkur eitthvað og það er það sem við ætlum að taka með okkur frá þessu ári. Það er að segja, það sem við höfum lært og það sem hefur styrkt okkur. Þetta eru hlutir eins og: það er gott að eyða tíma með fjölskyldunni því þar erum við sterk, við höfum lært á ýmsar tækninýjungar, við höfum haft meiri tíma með hestunum okkar og kynnst þeim betur og við höfum jafnvel safnað peningum og erum hjálpsamari og skilningsríkari.


Að þessu sögðu vonumst við til þess að geta séð ykkur öll hress og kát þegar líða fer að fyrsta móti okkar og við hvetjum ykkur til þess að vera skipulögð, jákvæð og setja ykkur markmið fyrir komandi ár.


Hátíðarkveðja,

stjórn MDLÆ, Helga Björg, Hilda Karen og Jóna Dís

18 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page