Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin á vorönn 2019. Knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri ársins 2018. Knapar sækja um sem einstaklingar og þátttakendur búa svo sjálfir til lið.
Þeir knapar sem fæddir eru árið 2001 til 2006 hafa þátttökurétt (elsta ár í barnaflokki og yngsta ár í ungmennaflokki árið 2019). Hvert lið skipar 4 knapa sem allir keppa á öllum mótum mótaraðarinnar en 3 efstu knapar hvers liðs telja til stiga, nema á síðasta mótinu þar sem stig allra knapa telja í stigasöfnun.
Keppt verður í: Fjórgangi, fimmgangi, tölti, gæðingafimi, slaktaumatölti og fljúgandi skeiði.
Umsóknarfrestur er til 17. september 2018 og skal senda umsókna á netfangið: jonadisbraga@gmail.com
Reglur deildarinnar verða kynntar á fundi þar sem öll liðin verða kynnt. Boðið verður uppá fyrirlestra og fleira skemmtilegt fyrir keppendur í vetur. Dagsetningar og staðsetning deildarinnar verður auglýst síðar.
Stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar
コメント