top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Katla Sif sigurvegari gæðingafimi

Updated: Mar 28, 2019

Í dag fór fram fjórða mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, HESTVITS gæðingafimin, í TM-Reiðhöllinni í Fáki. Gæðingafimi er frábær grein sem fær knapann til að hugsa aðeins út fyrir kassann og búa til sýningu sem hentar sér og sínum hesti. Það var virkilega skemmtilegt að horfa á allar þessar ólíku sýningar og það var mjög greinilegt að mikil vinna hafði verið lögð í æfingar og þjálfun. Við erum stolt af því að hafa svona metnaðarfulla knapa í deildinni okkar!



Katla Sif lengst til vinstri sigurvegari gæðingafiminnar.


Í gæðingafimi í Meistaradeild Líflands og æskunnar eru ekki riðin úrslit, heldur einungis forkeppni og réðust því úrslitin eftir hana. Katla Sif Snorradóttir á hesti sínum Gusti frá Stokkhólma sigraði gæðingafimina með einkunnina 7,33. Védís Huld Sigurðardóttir varð önnur á Hrafnfaxa frá Skeggstöðum með 7,20 og þriðja varð Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir á Skálmöld frá Eystra-Fróðholti með einkunnina 7,07. Spennan er mikil í einstaklingskeppninni en svona er staðan eftir fjögur mót:


  1. Védís Huld 34

  2. Gyða Sveinbjörg 26

  3. Arnar Máni 22

  4. Signý Sól 21,5

  5. Glódís Rún 18

  6. Katla Sif 16,5

  7. Hákon Dan 13

  8. Jón Ársæll 12

  9. Benedikt Ólafs 12

  10. Haukur Ingi 9,5

  11. Sigrún Högna 7

  12. Sigurður Baldur 6

  13. Hulda María 6

  14. Selma Leifs 6

  15. Glódís Líf 6

  16. Hrund Ásbjörns 4

  17. Guðmar Hólm 4

  18. Diljá Sjöfn 3

  19. Kristófer Darri 2

  20. Kári Kristins 2

  21. Eysteinn Tjörvi 1,5

  22. Þórey Þula 1

Heildarstaðan í liðakeppninni eftir Hrímnis fjórganginn, Steinullar töltið, Toyota Selfossi fimmganginn og Hestvits gæðingafimina:


Margretarhof  335,5

Cintamani 320

H. Hauksson 275,5

Traðarland 224,5

Leiknir  209

Team Hofsstaðir / Sindrastaðir 204,5

Austurkot  165,5

Josera 150

Poulsen 141,5

Lið Stjörnublikks 135,5

Equsana 81,5


Hirðljósmyndarinn okkar, hann Ólafur Ingi, stóð vaktina á þessu móti líkt og á öðrum mótum í vetur og sjá má myndirnar hans á facebooksíðunni https://www.facebook.com/olafuringifoto.

Næsta mót verður haldið sunnudaginn 7. apríl í TM Reiðhöllinni í Fáki en það er jafnframt síðasta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar þennan veturinn. Þá verður keppt í slaktaumatölti og flugskeiði í gegnum höllina.


Spennan er mikil bæði í einstaklings- og liðakeppninni og ljóst er að allt getur gerst!


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!


52 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page