HRÍMNIS fjórgngurinn hjá Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldinn í TM höllinni í Víðidal á sunnudaginn kemur, þann 10. febrúar. Mótið hefst kl. 13:00.
Eins og venja er á mótum deildarinnar ríða allir keppendur V1, þ.e. einir inná vellinum og stilla því sinni sýningu upp sjálfir án aðstoðar þular. Þulur kynnir alla keppendur og hesta inn og segir frá því hvaða liðum viðkomandi par tilheyrir.
Nokkrum dögum fyrir mótið mun ráslisti birtast.
FYLGIST MEÐ!
Comments