top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Védís Huld sigraði fjórganginn

Updated: Mar 28, 2019


Védís Huld sigraði fjórganginn

Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram sunnudaginn 10. febrúar í TM – höllinni í Víðidal. Keppt var í fjórgangi og var Hrímnir aðastyrktaraðili mótsins og gaf verðlaun að verðmæti um 500.000 kr.


Keppendur eru á aldrinum 13-18 ára og og sýndu þeir eindæma háttsemi, stundvísi og frábæra reiðmennsku á vel þjálfuðum og glæsilegum keppnishestum í fremstu röð. Verkefnið var krefjandi en keppendur ríða meistaraflokksprógramm, á mótum Meistaradeildar Líflands og æskunnar, þ.e. sýna einir inná vellinum án aðstoðar þular. Þetta kallar á að knapar útfæri sýningarnar vel með tilliti til gangskiptingar og að gott samspil sé milli hests og knapa sem þekkjast vel.


Hér og hér má sjá fleiri myndir frá mótinu.


Í ár eru 44 keppendur þátttakendur í deildinni og þeir skipa 11 lið og er bæði keppt í einstaklings- og liðakeppni.


Næsta mót fer fram 24. febrúar og þá verður keppt í T1 og fer keppnin fram í Samskipahöllinni í Spretti og þá munu sömu keppendur etja kappi.Úrslitin fjórgangsins urðu þessi:


A úrslit

1. Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,20 Margretarhof

2. Hákon Dan Ólafsson / Stirnir frá Skriðu 7,17 Traðarland

3. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 6,87 Cintamani

4. Glódís Rún Sigurðardóttir / Ötull frá Narfastöðum 6,83 Margretarhof

5. Signý Sól Snorradóttir / Rektor frá Melabergi 6,70 Cintamani


B úrslit

6. – 7. Katla Sif Snorradóttir / Ölur frá Akranesi 6,73 Cintamani

6. – 7. Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,73 H.Hauksson

8. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,70 Sindrastaðir/Horfstaðir

9. Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,60 H.Hauksson

10. Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 6,20 Cintamani


Staðan í liðakeppninni eftir eitt mót:

1. Margretarhof 89

2. Cintamani 85

3. H.Hauksson 74

4. Leiknir 60,5

5. Sindrastaðir/Hofstaðir 55

6. Traðarland 50

7. Stjörnublikk 34,5

8. Josera 33

9. Poulsen 24

10. Austurkot 19,5

11. Equsana 19,5

19 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page