Fyrsta mót Meistaradeildar Líflands og æskunnar fór fram sunnudaginn 10. febrúar í TM – höllinni í Víðidal. Keppt var í fjórgangi og var Hrímnir aðastyrktaraðili mótsins og gaf verðlaun að verðmæti um 500.000 kr.
Keppendur eru á aldrinum 13-18 ára og og sýndu þeir eindæma háttsemi, stundvísi og frábæra reiðmennsku á vel þjálfuðum og glæsilegum keppnishestum í fremstu röð. Verkefnið var krefjandi en keppendur ríða meistaraflokksprógramm, á mótum Meistaradeildar Líflands og æskunnar, þ.e. sýna einir inná vellinum án aðstoðar þular. Þetta kallar á að knapar útfæri sýningarnar vel með tilliti til gangskiptingar og að gott samspil sé milli hests og knapa sem þekkjast vel.
Í ár eru 44 keppendur þátttakendur í deildinni og þeir skipa 11 lið og er bæði keppt í einstaklings- og liðakeppni.
Næsta mót fer fram 24. febrúar og þá verður keppt í T1 og fer keppnin fram í Samskipahöllinni í Spretti og þá munu sömu keppendur etja kappi.
Úrslitin fjórgangsins urðu þessi:
A úrslit
1. Védís Huld Sigurðardóttir / Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,20 Margretarhof
2. Hákon Dan Ólafsson / Stirnir frá Skriðu 7,17 Traðarland
3. Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 6,87 Cintamani
4. Glódís Rún Sigurðardóttir / Ötull frá Narfastöðum 6,83 Margretarhof
5. Signý Sól Snorradóttir / Rektor frá Melabergi 6,70 Cintamani
B úrslit
6. – 7. Katla Sif Snorradóttir / Ölur frá Akranesi 6,73 Cintamani
6. – 7. Arnar Máni Sigurjónsson / Arður frá Miklholti 6,73 H.Hauksson
8. Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal / Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,70 Sindrastaðir/Horfstaðir
9. Haukur Ingi Hauksson / Barði frá Laugarbökkum 6,60 H.Hauksson
10. Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 6,20 Cintamani
Staðan í liðakeppninni eftir eitt mót:
1. Margretarhof 89
2. Cintamani 85
3. H.Hauksson 74
4. Leiknir 60,5
5. Sindrastaðir/Hofstaðir 55
6. Traðarland 50
7. Stjörnublikk 34,5
8. Josera 33
9. Poulsen 24
10. Austurkot 19,5
11. Equsana 19,5
Comments