top of page
UM OKKUR
Meistaradeild Líflands og æskunnar var stofnuð haustið 2016 og fyrsta keppnin var svo haldin í febrúar 2017. Hugmyndin á bak við deildina var að skapa keppendum í hestaíþróttum á aldrinum 13-18 ára grundvöll til að þróast sem keppnisfólk. Deildin lengir keppnistímabilið og gerir kröfur til þjálfunar, hestakosts og reiðmennsku, um leið og umgjörðin er glæsileg og hæfir tilefninu.
bottom of page