top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Áfram gakk! T1 þann 10. maí

Í ljósi tilslakana yfirvalda á samkomubanninu sem verið hefur í gildi síðustu vikurnar, sjáum við okkur fært að halda mót í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Samkomulag hefur verið gert milli stjórnar, keppenda, forráðamanna og skipulagsnefndar deildarinnar um að halda lokamót sunnudaginn 10. maí kl. 12:00, þar sem keppt verður í tölti T1. Þetta verður jafnframt lokamót deildarinnar þetta keppnistímabilið og því ekki keppt í gæðingafimi eins og áður útgefin dagskrá gaf til kynna.


En það eru allir spenntir að komast af stað aftur, útimótin fara einnig að hefjast, þannig að nú geta knapar sýnt í verki afrakstur þjálfunarinnar sem farið hefur fram á hinum skrýtnu tímum sem við höfum verið að upplifa síðustu vikurnar vegna kórónuvírusfaraldursins.


Vorið er komið og bjartari tímar framundan. Hins vegar megum við ekki missa fókusinn á því að faraldrinum er ekki lokið og því biðlum við til allra að halda sig við útgefnar reglur um sóttvarnir, 2m regluna og fjöldatakmarkanir. Útfærslur á þessu munu verða kynntar seinna í vikunni.


Mótið hefur verið stofnað í Sportfeng: IS2020FAK117 og því hægt að skrá sig nú þegar til leiks.


Einn úr hverju liði skal hafa samband við Einar Gíslason framkvæmdastjóra Fáks til að fá æfingatíma. Hann er með 898 8445 og einar@fakur.is


Gangi ykkur vel að æfa og við erum spennt að sjá ykkur öll á sunnudaginn kemur!


Stjórnin

125 views0 comments

Commenti


bottom of page