Svandís vann töltið þriðja árið í röð
- Hilda Karen

- Mar 17, 2024
- 2 min read
Það er óhætt að segja að það hafi verið töltveisla í Lýsishöllinni í Víðidalnum í dag. Fjörutíu og fjórir keppendur í Meistaradeild Líflands og æskunnar kepptu í T1 og nokkuð ljóst að knaparnir hafa lagt mikið í æfingar og þjálfun síðustu misserin.
Eftir forkeppnina stóð Svandís Aitken Sævarsdóttir efst á Fjöður frá Hrísakoti með 7,22, önnur Elva Rún Jónsdóttir á Straumi frá Hofsstöðum, Garðabæ með 6,80 og þriðja Sigurbjörg Helgadóttir á Elvu frá Auðsholtshjáleigu með 6,70.
Í B-úrslitunum voru 6 knapar og þar af voru fjórir með sömu einkunn, 6,50. Þetta voru þau Kristín Eir Hauksdóttir Holaker, Gabríel Liljendal Friðfinnsson, Ída Mekkín Hlynsdóttir og Ragnar Snær Viðarsson. Efstur inn í úrslitin kom Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson á Polku með 6,57 og önnur inn var Kolbrún Sif Sindradóttir á Hallsteini með 6,53, svo ljóst var að það var mjótt á mununum þarna. B-úrslitin fóru að lokum þannig að þeir Gabríel og Ragnar Snær enduðu hnífjafnir með 6,83.
Svandís var ekkert á því að gefa efsta sætið eftir en Elva Rún kom þó þétt upp að hlið hennar og hlutu þær sömu heildareinkunn að lokum, 7,06 og þurfti því sætaröðun dómara til að skera úr um hver hlyti fyrsta sætið. Eftir að hún lá fyrir varð ljóst að Svandís hlaut fyrsta sætið og hefur hún því unnið þessa grein í deildinni þrjú ár í röð. Geri aðrir betur! Í þriðja sæti varð Apríl Björk Þórisdóttir á Lilju frá Kvistum með 6,89.
Lið Hofsstaða / Ellerts Skúlasonar varð stigahæst í dag með 79 stig, enda þrír liðsmenn þess í úrslitum. Í liðinu eru þær Helena Rán Gunnarsdóttir, Elva Rún Jónsdóttir, Svandís Aitken Sævarsdóttir og Kolbrún Sif Sindradóttir.
Annars eru heildarniðurstöður hér fyrir neðan:
Staðan í einstaklingskeppninni eftir 4 greinar:

Staðan í liðakeppninni eftir 4 greinar:








Comments