Æfingatímar í TM höllinni í Víðidal eru innifaldir í þátttökugjaldinu, sem er 132.000 krónur á hvert lið eða 33.000 krónur á hvern knapa. Það sem að auki er innifalið eru skráningargjöld allra greina deildarinnar, peysur á alla þátttakendur, sýnikennslur, fyrirlestrar og matur en þetta síðast nefnda er vissulega háð samkomutakmörkunum eins og staðan er núna. Vonum það besta.
Æfingatímar
Hvert lið á rétt á einum æfingatíma (1 klst) fyrir hvert mót. Hægt er að kaupa aukatíma ef liðsmönnum sýnist svo. Bóka þarf æfingatímana hjá Einari Gíslasyni framkvæmdastjóra Fáks, hann er með netfangið einar@fakur.is og 898 8445.
Þátttökugjald
Hvert lið greiðir þátttökugjald að upphæð 132.000 kr og leggst upphæðin inná reikning Meistaradeildar æskunnar (Fákur).
Kt. 520169-2969
Banki: 535-26-1944
Skýring: Nafn liðs
Kvittun: helgabjhelga@gmail.com
Stjórn MLÆ
Comentarios