top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Það rúllar

Fimmgangurinn í Meistaradeild Líflands & æskunnar gekk býsnavel og eins og alltaf voru þið til fyrirmyndar með mætingu inná völlinn, íþróttamennsku í sýningum og úrslitum. Þið eruð frábær.


Nýtið ykkur endilega að þetta er allt á upptökum hjá Alendis.tv. Skoðið ykkar sýningar, og þær sem þið viljið sjá, flettið uppí Kappanum og skoðið einkunnir. Það voru mörg mjög mögnuð tilþrif, glæsilegir skeiðsprettir og góðar útfærslur.


Ég vil þó nefna að margir verða að gæta að gangskiptingum og jafnvel hugsa uppsetningu sýningarinnar með það að leiðarljósi að geta náð betri og nákvæmari gangskiptingum. Umfram allt fer þetta í reynslubankann og þau ykkar sem leggjast aðeins yfir þetta læra mikið af þessu.


Íslensk verðbréf voru okkar styrktaraðilar á þessu móti, Jóhann M. Ólafsson hestakall í Heimahaga takk fyrir okkur.


Þær Jóna, Hilda og Helga setja inn upplýsingar um gæðingafimina í vikunni en eins og þið vitið verður riðið stig 2 í gæðingafimi LH. Við hlökkum mikið til þessarar greinar því hún er svo opin, frjáls og skemmtileg. Eitt atriði vil ég nefna núna svo komur meira í vikunni, en ég hvet ykkur til að skipuleggja ykkur vel og algjört grundvallaratriði er að dómarar sjái vel hvað þið eruð að gera, sem sagt hafi sem best sjónarhorn á ykkur gera æfingarnar.


Góða skemmtun!

Siggi Ævarss

120 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page