top of page
 • Writer's pictureHilda Karen

Cintamani gæðingalistin

Updated: Mar 22, 2023

Áfram gakk! Það er falleg og spennandi grein framundan í deildinni okkar og opið fyrir skráningar í Sportfeng til miðnættis föstudaginn 24. mars. Cintamani styrkir þetta mót á glæsilegan hátt og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.


Óskalagalistinn er opinn og mikilvægt að setja lögin inn sem fyrst svo við getum skipulagt spilunarlistann fyrir sunnudaginn. Athugið að lagið sé nógu langt fyrir sýninguna ykkar.


Eins og fyrr, þá hefst mótið kl. 12:oo og verður dagskrá dagsins svona:

Kl. 11.00 - Knapafundur

Kl. 12.00 - 1. - 14. hestur

* 15 mín hlé *

15. - 27. hestur

* 15 mín hlé *

28. - 40. hestur

Verðlaunaafhending sæti 1-10

Áætluð mótslok eru kl. 16.00


Hér fyrir neðan er samantekt á helstu atriðum gæðingafiminnar:


 1. Tími og tónlist byrja þegar knapi hneigir sig eða í síðasta lagi þrjátíu sekúndum eftir að knapi kemur inn á völlinn. Þulur gefur merki þegar ein mínúta er eftir af sýningartíma.

 2. Tímamörk eru 5 mínútur max. Athugið að velja lag sem passar ykkar sýningu.

 3. Passa að dómarar hafi gott sjónarhorn á ykkur gera æfingarnar ykkar.

 4. Knapi lýkur sýningu með því að hneigja sig eins og alltaf.

 5. Ekki verða riðin úrslit.

 6. Dómarar verða 5 og því dettur hæsta og lægsta einkunn út eins og venjulega í íþróttakeppni.

 7. Æfingablöðin þarf að senda inn fyrir miðnætti föstudagskvöldið 24. mars.

 8. Skrá þarf líka í Sportfeng eins og venjulega fyrir miðnætti 24. mars.

 9. Lesið vel reglur um gæðingafimi 2. stig - útg. febrúar 2023.

 10. Skilgreiningar á æfingum o.fl. eru á vef LH og hér.

 11. Ef knapi ætlar að sækja um frjálsa æfingu, þarf að gera það í síðasta lagi á fimmtudag, þar sem faghópur LH þarf að fara yfir æfinguna og gefa henni vægi. Sótt er um frjálsa æfingu hér.


Hér fyrir neðan er æfingalistinn í Excel skrá sem þið þurfið að hlaða niður, fylla inní og senda á hilda.gardars@gmail.com. Þið fyllið inn í efsta hluta skjalsins, þ.e. nafnið ykkar og hestsins og æfingarnar sem eru í fellilista, sjá mynd:Gaedingalist_2stig_2023
.
Download • 29KBSpurningar um keppnina: Siggi Ævars, siggi@klettur.is

Spurningar um skráningar og æfingalista: Hilda Karen, hilda.gardars@gmail.com

410 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page