top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Frábært lokamót

Fjórða og síðasta mót Meistaradeildar Líflands & æskunnar fór fram í TM höllinni í Víðidal í dag. Keppt var í tölti T1 og er óhætt að segja að framtíðarknöpum hestaíþróttanna hafi farið gríðarlega mikið fram á liðnum vetri. Það fyrirkomulag að keppendur ríði einir inná og stilli sínum sýningum upp á eigin spítur er ómetanleg reynsla fyrir unga knapa.

Lokamótið, Ástundartöltið, fór afar vel fram enda biðu allir spenntir eftir þessu móti, því fyrsta eftir samkomubannið sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins síðustu vikur. Greinilegt var að bannið nýttist vel til þjálfunar og allir mættu einbeittir til leiks.

Eftir forkeppnina var Glódís Rún Sigurðardóttir efst á Stássu frá Íbíshóli, önnur Signý Sól Snorradóttir á Rafni frá Melabergi og þriðja Hulda María Sveinbjarnardóttir á Garpi frá Skúfslæk .

Efstur inní B-úrslit kom Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Freyði frá Leysingjastöðum II og hann hélt því sæti allt til enda og náði inn dýrmætum stigum í einstaklingskeppninni og sömuleiðis fyrir lið sitt Hofsstaði/Sindrastaði.

Það var ekki fyrr en að loknum A-úrslitum að ljóst varð hvaða knapi hafði orðið stigahæstur eftir veturinn og varð það Glódís Rún, sem skákaði systur sinni Védísi Huld sem hafði leitt keppnina fram að þessu.

Efsta liðið í töltinu var lið Hrímnis með 81,5 stig og voru tveir knapar þess í A-úrslitum og tveir í B-úrslitum. Það fór einnig svo að Hrímnis liðið sigrað stigakeppnina í heild sinni með alls 288,9 stig.

Meistaradeild Líflands & æskunnar var afar vel heppnuð deild sem heldur áfram næsta vetur og þá fimmta árið í röð.

Hér fyrir neðan eru heildarniðurstöður mótsins og stigakeppninnar:

Forkeppni

1 Glódís Rún Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli 7,10

2 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi 6,93

3 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Garpur frá Skúfslæk. 6,70

4-5 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 6,67

4-5 Kristófer Darri Sigurðsson Vörður frá Vestra-Fíflholti. 6,67

6 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II 6,60

7 Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,57

8 Védís Huld Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli 6,50

9-10 Sigrún Högna Tómasdóttir. Dáti frá Húsavík. 6,37

9-10 Matthías Sigurðsson Drottning frá Íbishóli 6,37

11 Sigurður Baldur Ríkharðsson Ernir Tröð. 6,33

12-13 Sigurður Steingrímsson Eik frá Sælukoti 6,30

12-13 Hekla Rán Hannesdóttir. Þoka frá Hamarsey 6,30

14-15 Jónas Aron Jónasson Bella frá Hafnarfirði 6,27

14-15 Sara Dís Snorradóttir Þorsti frá Ytri-Bægisá I. 6,27

16-18 Elín Þórdís Pálsdóttir Ópera frá Austurkoti 6,13

16-18 Þorvaldur Logi Einarsson Saga frá Miðfelli 2 6,13

16-18 Jón Ársæll Bergmann Sóldís frá Fornusöndum 6,13

19 Bergey Gunnarsdóttir Flikka frá Brú. 6,00

20 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Laukur frá Varmalæk. 5,93

21 Þórey Þula Helgadóttir Bragur frá Túnsbergi. 5,90

22-24 Selma Leifsdóttir Glaður frá Mykjunesi 2 5,87

22-24 Herdís Björg Jóhannsdóttir Snillingur frá Sólheimum 5,87

22-24 Arnar Máni Sigurjónsson Blesa frá Húnsstöðum 5,87

25 Arndís Ólafsdóttir Júpiter frá Magnússkógum. 5,83

26 Viktoría Von Ragnarsdóttir Marhildur frá Reynisvatni 5,80

27 Anna María Bjarnadóttir Snægrímur frá Grímarsstöðum 5,77

28 Lilja Dögg Ágústsdóttir Adam frá Skammbeinsstöðum 1 5,73

29 Kristín Hrönn Pálsdóttir Gaumur frá Skarði. 5,70

30 Erika J. Sundgaard Viktoría frá Miðkoti. 5,57

31 Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir Vörður frá Eskiholti II 5,40

32 Sveinn Sölvi Petersen Sif frá Skammbeinsstöðum 1 5,33

33 Hrund Ásbjörnsdóttir Virðing frá Tungu 5,17

34 Natalía Rán Leonsdóttir Grafík frá Ólafsbergi 5,00

35 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir Saga frá Dalsholti 4,63

B úrslit

6 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Freyðir frá Leysingjastöðum II. 7,17

7 Guðný Dís Jónsdóttir Straumur frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,94

8 Sigrún Högna Tómasdóttir Dáti frá Húsavík 6,78

9 Védís Huld Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli 6,50

10 Matthías Sigurðsson Drottning frá Íbishóli 6,28

A úrslit

1 Glódís Rún Sigurðardóttir Stássa frá Íbishóli 7,56

2-3 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Garpur frá Skúfslæk 7,17

2-3 Benedikt Ólafsson Biskup frá Ólafshaga 7,17

4 Signý Sól Snorradóttir Rafn frá Melabergi 7,06

5 Kristófer Darri Sigurðsson Vörður frá Vestra-Fíflholti 6,89

Einstaklingskeppnin:


Liðakeppnin:


330 views0 comments

Kommentare


bottom of page