top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Gæðingafimi - helstu atriði

Updated: Mar 3, 2021

Næsta mót í Meistaradeild Líflands & æskunnar fer fram þann 7. mars n.k. og þá er komið að hinni skemmtilegu grein gæðingafimi. Mótið er í boði Kranaþjónustu Rúnars.Hugmyndin að þessari keppnisgrein er að, sýna vel þjálfaðan gæðing á listrænan hátt, þar sem öll þjálfunarstigin eru sýnd. Knapi fléttar saman gangtegundum og æfingum og sýnir í einni heild, jafnvægi, þjálni, kraft og fimi hestsins.


Knapi skilar inn lista yfir þær æfingar sem hann ætlar að sýna, en ekki röðun þeirra. Það er gert til þess að auðvelda dómurum að dæma.


Við í MLÆ keppum i 2. stigi og í reglum um gæðingafimi á vef LH segir um það stig:

Á öðru stigi skal sýna fyrstu fimm þrep þjálfunarpíramídans. Hesturinn þarf að vera rólegur en einbeittur, sýna framhugsun og vera taktfastur, frjáls og sveigjanlegur. Því til viðbótar skal hesturinn vera samspora og hvelfdur.


Hér fyrir neðan er samantekt á helstu atriðum gæðingafiminnar:

  1. Tími og tónlist byrja þegar knapi hneigir sig eða í síðasta lagi þrjátíu sekúndum eftir að knapi kemur inn á völlinn. Þulur gefur merki þegar ein mínúta er eftir af sýningartíma.

  2. Tímamörk í TM-höllinni eru 5 mínútur max. Athugið að velja lag sem passar ykkar sýningu.

  3. Passa að dómarar hafi gott sjónarhorn á ykkur gera æfingarnar ykkar.

  4. Knapi lýkur sýningu með því að hneigja sig eins og alltaf.

  5. Ekki verða riðin úrslit.

  6. Dómarar verða 5 og því dettur hæsta og lægsta einkunn út eins og venjulega í íþróttakeppni.

  7. Æfingablöðin þarf að senda inn fyrir miðnætti föstudagskvöldið 5. mars.

  8. Lesið vel reglur um gæðingafimi, sérstaklega bls. 10-12 og skilgreiningar á æfingum. Einnig er mjög góður gátlisti á bls. 22.206 views0 comments

Comments


bottom of page