Óhætt er að segja að fyrsta keppni vetrarins í Meistaradeild LÍFLANDS og æskunnar hafi verið sterk og spennandi allt til loka. Eftir forkeppnina stóð Sara Dís Snorradóttir á hinum margreynda Gusti frá Stykkishólmi efst með 6,57. Skammt undan voru þau Guðmar Hólm Ísólfsson Líndan á Daníel frá Vatnsleysu og Kolbrún Katla Halldórsdóttir á Sigurrósu frá Söðulsholti með 6,50.
Í B-úrslitum voru fimm knapar en efst inní úrslitin komu þau Benedikt Ólafsson á Biskupi frá Ólafshaga og Hrund Ásbjörnsdóttir á Rey frá Melabergi. Mjög litlu munaði á öllum fimm knöpunum og keppnin var spennandi allt til síðasta atriðis sem var greiða töltið. Að lokum stóð Benedikt uppi sem sigurvegari. Samkvæmt reglum deildarinnar ríður sigurvegarinn ekki A-úrslit.
A-úrslitin voru ekki síður spennandi og þar öttu fimm knapar kappi á nýjan leik. Að lokum fór það svo að knapinn sem kom inn í úrslitin með fimmtu bestu einkunnina úr forkeppninni, reið sig upp í efsta sætið og sigraði með glæsibrag. Það var hún Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á Þyt frá Stykkishólmi með 6,73. Önnur varð Védís Huld Sigurðardóttir á Tenóri frá Litlu-Sandvík með 6,63 og þriðja Kolbrún Katla Halldórsdóttir á Sigurrósu með 6,43.
Liðakeppnin er alltaf á sínum stað og að þessu sinni varð lið þeirra Hörpu Daggar og Kolbrúnar Kötlu stigahæst og hlaut að launum liðagripinn.
Mótið gekk frábærlega vel fyrir sig, knapar voru til mikillar fyrirmyndar og eru augljóslega með mikinn fókus á þjálfun og velferð hestanna sinna.
Stjórn og starfsfólk deildarinnar þakkar fyrir daginn og hlakkar til næsta móts, sem er fimmgangur þann 21. febrúar.
Forkeppni
Sæti Knapi Eink.
1 Sara Dís Snorradóttir 6,57
2-3 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal 6,50
2-3 Kolbrún Katla Halldórsdóttir 6,50
4 Védís Huld Sigurðardóttir 6,43
5 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir 6,40
6-7 Hrund Ásbjörnsdóttir 6,37
6-7 Benedikt Ólafsson 6,37
8-9 Anna María Bjarnadóttir 6,33
8-9 Hulda María Sveinbjörnsdóttir 6,33
10 Guðný Dís Jónsdóttir 6,30
11-12 Kristján Árni Birgisson 6,27
11-12 Ragnar Snær Viðarsson 6,27
13 Sigurbjörg Helgadóttir 6,23
14 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson 6,20
15 Jón Ársæll Bergmann 6,17
16-18 Eygló Hildur Ásgeirsdóttir 6,13
16-18 Sigurður Steingrímsson 6,13
16-18 Kolbrún Sif Sindradóttir 6,13
19 Eva Kærnested 6,10
20 Hekla Rán Hannesdóttir 6,03
21 Þórey Þula Helgadóttir 5,97
22 Matthías Sigurðsson 5,93
23 Selma Leifsdóttir 5,90
24 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir 5,83
25-26 Arndís Ólafsdóttir 5,80
25-26 Sigurður Baldur Ríkharðsson 5,80
27 Sveinn Sölvi Petersen 5,67
28 Oddur Carl Arason 5,63
29 Hildur Dís Árnadóttir 5,60
30 Friðrik Snær Friðriksson 5,53
31-32 Herdís Björg Jóhannsdóttir 5,47
31-32 Elva Rún Jónsdóttir 5,47
33 Lilja Dögg Ágústsdóttir 5,43
34 Lilja Rún Sigurjónsdóttir 5,40
35 Eydís Ósk Sævarsdóttir 5,10
36-37 Hrefna Sif Jónasdóttir 5,07
36-37 Dagur Sigurðarson 5,07
38 Kristín Karlsdóttir 5,03
39 Natalía Rán Leonsdóttir 4,90
40 Sigrún Helga Halldórsdóttir 4,77
41 Sölvi Þór Oddrúnarson 4,73
42 Viktoría Von Ragnarsdóttir 4,67
B úrslit
Sæti Knapi Einkunn
6 Benedikt Ólafsson 6,87
7 Hrund Ásbjörnsdóttir 6,60
8 Anna María Bjarnadóttir 6,50
9 Hulda María Sveinbjörnsdóttir 6,47
10 Guðný Dís Jónsdóttir 6,30
A úrslit
Sæti Knapi Einkunn
1 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir 6,73
2 Védís Huld Sigurðardóttir 6,63
3 Kolbrún Katla Halldórsdóttir 6,43
4 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal 6,40
5 Sara Dís Snorradóttir 5,93
Feðgarnir Rúnar Þór og Egill frá Hrímni afhentu glæsileg verðlaun til knapanna í A- og B- úrslitum en Hrímnir styrkti þetta mót.
Harpa Dögg og Þytur sátt með góða uppskeru að loknu móti.
Comments