top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Mótum frestað í ljósi samkomubanns

Updated: Mar 16, 2020

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna sem hafa skapast á Íslandi vegna COVID-19 faraldursins, hefur stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar tekið þá ákvörðun að fresta þeim tveimur mótum sem eftir eru um óákveðinn tíma.


Ákvörðunin er tekin í takt við aðrar sambærilegar ákvarðanir í íþróttahreyfingunni og miða þær allar að því að takmarka útbreiðslu veirunnar. MD Líflands og æskunnar mun því í heild sinni axla þá samfélagslegu ábyrgð og fara með því algjörlega að fyrirmælum Landlæknisembættisins og Almannavarna.


Við bendum á vefinn www.covid.is þar sem finna má allar upplýsingar um faraldurinn, smitvarnir, samkomubannið og fleira.


Staðan verður metin að nýju að loknu samkomubanni þann 13. apríl.


Stjórn MD Líflands og æskunnar, 15. mars 2020,

Hilda Karen Garðarsdóttir

Helga Björg Helgadóttir

Jóna Dís Bragadóttir

Sigurður Ævarsson

121 views0 comments

コメント


bottom of page