Þá er fyrsta mótið í Meistardeild Líflands og Æskunnar búið þetta tímabilið, margt frábært og skemmtilegt, mikið af flottum sýningum og gaman að sjá nýja krakka sýna flotta reiðmennsku og eru þau sannarlega góð viðbót við þau sem eldri eru. Já bara margt sem gladdi augað.
Ég ætla að henda inn á síðuna smá pælingum eftir hvert mót,reyna að benda ykkur á hvað þið þurfið að skoða og bæta. Ég fer ekki yfir hverja sýningu eða hvern knapa heldur svona heilt yfir. Þið skoðið svo bara tölurnar á LH Kappa og sýningarnar á Alendis TV og notið þetta til að bæta ykkur það er jú eitt af markmiðum deildarinnar, að undirbúa ykkur fyrir keppni á efsta stigi. Ég bið ykkur um að taka þessu með opnum og jákvæðum huga.
Hæga töltið var alltof oft í efstu mörkum hvað hraða varðar, það gefur betri einkunn að vera á réttum hraða en að vera að taka sénsa með hvort það rétt sleppi. Það voru of margir knapar sem töpuðu á gangskiptingum, það er þannig að það er alltaf 1 heill af a.m.k. ef ekki er gerð gangskipting á réttum stöðum. Dýrir metrar þar. Eitt var enn sem þarf að skoða það er mjög leiðinlegt að vera með stanslaust áreiti á hestinn með smelluhljóðum og hávaða,slæmt í forkeppni en bannað í úrslitum því það hefur auðvitað truflandi áhrif á aðra og er eitthvað sem sést ekki í keppni þeirra bestu og á ekki heima hjá okkur.Margar sýningar voru frábærar og heilt yfir til fyrirmyndar.
Gaman að fá ykkur krakkar svona víða að og úr mörgum félögum. Þær Jóna Dís, Hilda Karen og Helga Björg bera hitann og þungan af þessu mótahaldi og standa sig frábærlega, svona er ekki hrist fram úr erminni, þetta er mikil vinna og utanumhald ekki síst t.d við öflun styrtaraðila en nú var það Hrimnir sem styrkti okkur og Rúnari færi ég bestu þakkir fyrir það.
Siggi Ævarss
Comments