• Hilda Karen

Metfjöldi umsókna barst

Aðsóknin í Meistardardeild Líflands og æskunnar var gríðarmikil fyrir keppnisárið 2021 og margar umsóknir bárust um þátttöku og í fyrsta sinn þurfti að vísa umsækjendum frá. Samþykktar voru 44 umsóknir einstaklinga og verða liðin í deildinni því 11 talsins í vetur.


Allir umsækjendur hafa fengið svar við sinni umsókn. Þeim sem var hafnað að þessu sinni, bendum við á að vera virk að fylgjast með mótunum í vetur og taka þátt í mótum á næsta keppnistímabili til að öðlast dýrmæta keppnisreynslu. Þeir sem fengu umsóknir sínar samþykktar eru boðnir velkomnir til leiks.


Dagsetningar móta verða sem hér segir, með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar:

  • 7. febrúar - V1

  • 21. febrúar - F1

  • 7. mars - T2

  • 21. mars - T1

  • 11. apríl - Gæðingafimi

  • ódagsett - Gæðingaskeið, úti

Að auki er stefnan að halda skemmtilega fyrirlestra fyrir hópinn, efna til kynningar á liðunum og fleira. Svo það er margt sem hægt er að gera þrátt fyrir samkomutakmarkanir og þess háttar. 


Vefurinn er í mikilli uppfærslu núna, skiljanlega þar sem ný lið verða kynnt og upplýsingar um þau munu koma smátt og smátt inn. Svo fylgist með!


Stjórn MLÆ

61 views0 comments

© 2020 Meistaradeild Liflands og æskunnar. Allur réttur áskilinn.  Hafðu samband við okkur!

  • White Facebook Icon
This site was designed with the
.com
website builder. Create your website today.
Start Now