top of page
  • Writer's pictureHilda Karen

Metfjöldi umsókna barst

Aðsóknin í Meistardardeild Líflands og æskunnar var gríðarmikil fyrir keppnisárið 2021 og margar umsóknir bárust um þátttöku og í fyrsta sinn þurfti að vísa umsækjendum frá. Samþykktar voru 44 umsóknir einstaklinga og verða liðin í deildinni því 11 talsins í vetur.


Allir umsækjendur hafa fengið svar við sinni umsókn. Þeim sem var hafnað að þessu sinni, bendum við á að vera virk að fylgjast með mótunum í vetur og taka þátt í mótum á næsta keppnistímabili til að öðlast dýrmæta keppnisreynslu. Þeir sem fengu umsóknir sínar samþykktar eru boðnir velkomnir til leiks.


Dagsetningar móta verða sem hér segir, með fyrirvara um nauðsynlegar breytingar:

  • 7. febrúar - V1

  • 21. febrúar - F1

  • 7. mars - T2

  • 21. mars - T1

  • 11. apríl - Gæðingafimi

  • ódagsett - Gæðingaskeið, úti

Að auki er stefnan að halda skemmtilega fyrirlestra fyrir hópinn, efna til kynningar á liðunum og fleira. Svo það er margt sem hægt er að gera þrátt fyrir samkomutakmarkanir og þess háttar. 


Vefurinn er í mikilli uppfærslu núna, skiljanlega þar sem ný lið verða kynnt og upplýsingar um þau munu koma smátt og smátt inn. Svo fylgist með!


Stjórn MLÆ

86 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page