top of page
Writer's pictureHilda Karen

Opið fyrir umsóknir 2022

Meistaradeild Líflands og æskunnar verður haldin í sjötta sinn veturinn 2022. Stjórn deildarinnar tók þá ákvörðun að miða við aldursbilið 13-17 ára (miðast við árið 2022), þ.e. síðasta árið í barnaflokki og unglingaflokk. Ástæða þessa er sú að nú er boðið upp á Meistaradeild ungmenna. Við þessa breytingu er einn árgangur tekinn út og því um að ræða eilitla fækkun liða og er pláss fyrir 32 keppendur í 8 liðum.


Áhugasamir knapar eru hvattir til að sækja um og skila inn keppnisárangri ársins 2021. Allir sækja um sem einstaklingar og þátttakendur velja sig sjálfir saman í lið.


Hvert lið skipar fjóra knapa og keppa þeir allir á öllum mótum vetrarins en þrír efstu liðsmennirnir telja til stiga, nema á síðasta mótinu, þar telja stig allra knapa.

Keppt verður í: fjórgangi V1, fimmgangi F1, tölti T1, gæðingafimi, slaktaumatölti T2 og gæðingaskeiði PP1.


Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2021 og skal senda umsóknir og keppnisárangur á netfangið: jonadisbraga@gmail.com


Reglur deildarinnar verða kynntar vel á fundi allra þátttakenda og aðstandenda í haust og þar verða einnig öll liðin kynnt til leiks. Dagsetningar og staðsetning móta hefur þegar verið birt hér á vefnum undir "Dagskrá".


Stjórn Meistaradeildar Líflands & æskunnar

453 views0 comments

Comments


bottom of page